Sýnir þörfina á millidómstigi fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Brynjar Níelsson Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira