Vilja svör um tengslin við Orku Energy fanney birna jónsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013. Illugi og Orka Energy Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira