Vilja svör um tengslin við Orku Energy fanney birna jónsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013. Illugi og Orka Energy Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira