Glöggt er gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 15. apríl 2015 10:30 Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira