Furious 7 gæti komist á sama stall og Titanic og Avatar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. apríl 2015 11:30 Þeir Vin Diesel og Paul Walker voru miklir vinir. Furious-myndirnar eru nú orðnar sjö talsins og sú síðasta er langvinsælust. Kvikmyndin Furious 7 hefur nú þénað um 1,2 milljarða Bandaríkjadala um allan heim, eða um 164 milljarða íslenskra króna á aðeins nítján dögum í sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd framleidd af Universal fer yfir milljarð í tekjur og er myndin á góðri leið að fara á stall með myndunum Avatar og Titanic, sem eru þær tvær myndir kvikmyndasögunnar sem hafa þénað mest. Myndin komst yfir milljarð í tekjur eftir aðeins 17 daga í sýningu. Vinsældir hennar ná þvert á landamæri. Í næstu viku gæti hún til að mynda orðið vinsælasta bandaríska mynd allra tíma í Kína, en kvikmyndin Transformers: Age of Extinction er sú sem nú er í efsta sæti. Stærstur hluti tekna sem fengist hafa af myndinni hefur komið utan Bandaríkjanna, en hún nýtur samt sem áður mikilla vinsælda heimafyrir. Eins og frægt er lést leikarinn Paul Walker við tökur á myndinni og þurftu framleiðendur hennar og handritshöfundar að gera ráðstafanir svo að hægt væri að ljúka við tökur. Bræður leikarans hlupu meðal annars í skarðið í einhverjum atriðum, en handritinu var einnig breytt vegna fráfalls Walkers sem lést í bílslysi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Furious 7 hefur nú þénað um 1,2 milljarða Bandaríkjadala um allan heim, eða um 164 milljarða íslenskra króna á aðeins nítján dögum í sýningu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd framleidd af Universal fer yfir milljarð í tekjur og er myndin á góðri leið að fara á stall með myndunum Avatar og Titanic, sem eru þær tvær myndir kvikmyndasögunnar sem hafa þénað mest. Myndin komst yfir milljarð í tekjur eftir aðeins 17 daga í sýningu. Vinsældir hennar ná þvert á landamæri. Í næstu viku gæti hún til að mynda orðið vinsælasta bandaríska mynd allra tíma í Kína, en kvikmyndin Transformers: Age of Extinction er sú sem nú er í efsta sæti. Stærstur hluti tekna sem fengist hafa af myndinni hefur komið utan Bandaríkjanna, en hún nýtur samt sem áður mikilla vinsælda heimafyrir. Eins og frægt er lést leikarinn Paul Walker við tökur á myndinni og þurftu framleiðendur hennar og handritshöfundar að gera ráðstafanir svo að hægt væri að ljúka við tökur. Bræður leikarans hlupu meðal annars í skarðið í einhverjum atriðum, en handritinu var einnig breytt vegna fráfalls Walkers sem lést í bílslysi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira