Nú er genginn í garð tími ískaffis og annarra kaldra og svalandi drykkja, svo ekki sé minnst á endalausar heimsóknir í ísbúðina.
Ef þig langar að huga að hollustu og spara þér koffínið þá gæti þessi sjeik hentað þér mjög vel.
Súkkulaðilárperubananasjeik
1 stór frosinn banani í sneiðum
1 lítil kókómjólk eða 250 ml súkkulaðimjólk
½ lárpera
Öllu er hent saman í blandara og blandað vel saman.
Helltu blöndunni í glas og settu inn í frysti í tæpa klukkustund og njóttu svo.
Eitt sniðugt ráð fyrir banana sem liggur undir skemmdum er að skera í sneiðar og skella í frystinn, þá er hann tilbúinn í blandarann.

