Gjöf á eignum ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. maí 2015 08:00 Salan á eignarhlut ríkisbankans Landsbankans á eignarhlut í Borgun hf. á að því er virðist undirverði var eiginleg gjöf á eignum ríkisins. Borgun hyggst greiða 800 milljónir króna í arð á þessu ári vegna rekstrar síðasta árs og nemur arðgreiðslan helmingi hagnaðar ársins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fyrirtækið greiðir arð. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í síðustu viku þegar málið kom upp að þessi tíðindi sýndu „hvers konar reginhneyksli salan á Borgun var“. Það er ástæða til að taka undir þessi orð formanns Samfylkingarinnar að því virtu að salan á Borgun var gjöf á verðmætum ríkisins. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð. Sala á eignarhlutum ríkisins á aldrei að eiga sér stað í leyni og án samkeppni,“ sagði Árni Páll. Landsbanki Íslands seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf., sem m.a. er í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. fær 250 milljónir króna í sinn hlut vegna arðgreiðslunnar. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli. Gjöfin fólst í mismuninum á raunverulegu verðmæti eignarhlutarins í Borgun hf. og þess verðs sem nýir hluthafar fyrirtækisins, íslenskir kaupsýslumenn sumir hverjir nátengdir fjármála- og efnahagsráðherra, greiddu fyrir fyrirtækið. Það er í raun með nokkrum ólíkindum að ekki hefur verið upplýst hvernig nýir hluthafar greiddu fyrir eignarhlutinn í Borgun, þ.e. hvort þeir lögðu fram eigið fé við kaupin eða hvort kaupverðið var greitt með lánsfé. Kaupandinn er eignarhaldsfélag með takmarkaða ábyrgð og því taka hluthafar þess litla áhættu ef hlutirnir fara ekki vel en hagnast mjög mikið með arðgreiðslum og hækkun á virði hlutarins. Sigríður Mogensen hagfræðingur benti á það lykilatriði í frétt hér í blaðinu í síðustu viku að það þyrfti að upplýsa hvort Landsbankinn veitti seljendalán, hvort aðrir íslenskir bankar hafi fjármagnað eignarhaldsfélagið eða hvort kaupin hafi verið greidd að fullu með eigin fé. „Öllum þessum spurningum er ósvarað. Ástæðan fyrir því að fólk á rétt á að fá þessar upplýsingar er að þetta er banki í eigu þjóðarinnar,“ sagði Sigríður. Landsbankinn var í erfiðri stöðu í málinu. Hann þurfti að selja eignarhlut sinn í Borgun vegna kröfu Samkeppniseftirlitsins. Þessari kvöð fylgdi hins vegar aldrei skilyrði um handvalda kaupendur og sölu með leynd. Besta leiðin til að tryggja heilbrigða verðmyndun á fyrirtækinu hefði falist í því að auglýsa hlutabréfin í Borgun hf. og fela þriðja aðila, t.d. verðbréfafyrirtæki, að annast söluferlið. Svo virðist sem stjórn Landsbankans átti sig líka á því hversu glórulaus ráðstöfun það var að selja hlutabréfin í Borgun með þeim hætti sem gert var. Formaður bankaráðs bankans sagði á ársfundi Landsbankans 18. mars að bankinn hefði átt að selja hlutinn í Borgun í opnu söluferli „formsins og ásýndarinnar vegna“ en bankinn hefði ekki getað tryggt rétta upplýsingagjöf til væntanlegra kaupenda á fyrirtækinu þar sem aðkoma bankans að því var takmörkuð. Þriðji aðili hefði hins vegar getað annast söluna til að ná þessu markmiði og það hefur aldrei verið útskýrt hvers vegna það var ekki gert. Þegar öllu er á botninn hvolft voru verðmæti í eigu íslenskra skattgreiðenda gefin fáum útvöldum mönnum með þeirri glórulausu ákvörðun sem salan á Borgun var. Ætlar enginn að axla ábyrgð vegna þess?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Salan á eignarhlut ríkisbankans Landsbankans á eignarhlut í Borgun hf. á að því er virðist undirverði var eiginleg gjöf á eignum ríkisins. Borgun hyggst greiða 800 milljónir króna í arð á þessu ári vegna rekstrar síðasta árs og nemur arðgreiðslan helmingi hagnaðar ársins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fyrirtækið greiðir arð. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í síðustu viku þegar málið kom upp að þessi tíðindi sýndu „hvers konar reginhneyksli salan á Borgun var“. Það er ástæða til að taka undir þessi orð formanns Samfylkingarinnar að því virtu að salan á Borgun var gjöf á verðmætum ríkisins. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð. Sala á eignarhlutum ríkisins á aldrei að eiga sér stað í leyni og án samkeppni,“ sagði Árni Páll. Landsbanki Íslands seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf., sem m.a. er í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. fær 250 milljónir króna í sinn hlut vegna arðgreiðslunnar. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli. Gjöfin fólst í mismuninum á raunverulegu verðmæti eignarhlutarins í Borgun hf. og þess verðs sem nýir hluthafar fyrirtækisins, íslenskir kaupsýslumenn sumir hverjir nátengdir fjármála- og efnahagsráðherra, greiddu fyrir fyrirtækið. Það er í raun með nokkrum ólíkindum að ekki hefur verið upplýst hvernig nýir hluthafar greiddu fyrir eignarhlutinn í Borgun, þ.e. hvort þeir lögðu fram eigið fé við kaupin eða hvort kaupverðið var greitt með lánsfé. Kaupandinn er eignarhaldsfélag með takmarkaða ábyrgð og því taka hluthafar þess litla áhættu ef hlutirnir fara ekki vel en hagnast mjög mikið með arðgreiðslum og hækkun á virði hlutarins. Sigríður Mogensen hagfræðingur benti á það lykilatriði í frétt hér í blaðinu í síðustu viku að það þyrfti að upplýsa hvort Landsbankinn veitti seljendalán, hvort aðrir íslenskir bankar hafi fjármagnað eignarhaldsfélagið eða hvort kaupin hafi verið greidd að fullu með eigin fé. „Öllum þessum spurningum er ósvarað. Ástæðan fyrir því að fólk á rétt á að fá þessar upplýsingar er að þetta er banki í eigu þjóðarinnar,“ sagði Sigríður. Landsbankinn var í erfiðri stöðu í málinu. Hann þurfti að selja eignarhlut sinn í Borgun vegna kröfu Samkeppniseftirlitsins. Þessari kvöð fylgdi hins vegar aldrei skilyrði um handvalda kaupendur og sölu með leynd. Besta leiðin til að tryggja heilbrigða verðmyndun á fyrirtækinu hefði falist í því að auglýsa hlutabréfin í Borgun hf. og fela þriðja aðila, t.d. verðbréfafyrirtæki, að annast söluferlið. Svo virðist sem stjórn Landsbankans átti sig líka á því hversu glórulaus ráðstöfun það var að selja hlutabréfin í Borgun með þeim hætti sem gert var. Formaður bankaráðs bankans sagði á ársfundi Landsbankans 18. mars að bankinn hefði átt að selja hlutinn í Borgun í opnu söluferli „formsins og ásýndarinnar vegna“ en bankinn hefði ekki getað tryggt rétta upplýsingagjöf til væntanlegra kaupenda á fyrirtækinu þar sem aðkoma bankans að því var takmörkuð. Þriðji aðili hefði hins vegar getað annast söluna til að ná þessu markmiði og það hefur aldrei verið útskýrt hvers vegna það var ekki gert. Þegar öllu er á botninn hvolft voru verðmæti í eigu íslenskra skattgreiðenda gefin fáum útvöldum mönnum með þeirri glórulausu ákvörðun sem salan á Borgun var. Ætlar enginn að axla ábyrgð vegna þess?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun