Sjaldgæfir sniglar og sveppir í kirkjugarði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. maí 2015 00:01 Gróðurvin í borg. Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusarson í Hólavallagarði sem þau telja friðsælt afdrep í borginni. Fréttablaðið/Stefán Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“ Garðyrkja Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“
Garðyrkja Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira