Sjaldgæfir sniglar og sveppir í kirkjugarði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. maí 2015 00:01 Gróðurvin í borg. Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusarson í Hólavallagarði sem þau telja friðsælt afdrep í borginni. Fréttablaðið/Stefán Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“ Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“
Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira