Hafa ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2015 00:01 Málin rædd Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, stýrði fundi í fjarveru Ögmundar Jónassonar. Sá síðarnefndi var staddur í Danmörku. Vísir/VAlli Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar. Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar.
Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira