Laxasteik og laxaborgari með frönskum sætkartöflum Eva Laufey Kjaran skrifar 15. maí 2015 13:00 Laxasteik Ofnbakaður lax í hnetuhjúpi Hollur og góður kostur t.d. í matarboð eða bara hversdags. Berið gjarnan fram með bökuðum kartöflum og jógúrtdressingu.1 laxaflakgróft sjávarsaltnýmalaður svartur piparhunangs-dijonsinnepHnetuhjúpur100 g hnetur, t.d. hesli- og pekanhnetur4 msk. brauðraspsteinseljabörkur af einni sítrónu1 msk. olía2 hvítlauksrif, fínt rifinsjávarsalt1 Hitið ofninn í 180°C.2 Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu.3 Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur. Jógúrtdressing 2 dl grískt jógúrt 1 hvítlauksgeiri 1 msk. hunangs-dijonsinnep smátt söxuð steinselja salt og pipar Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. matur Laxaborgari með dillsósu og franskar sætkartöflur 350 g ferskur lax, beinhreinsaður 1 egg 2 msk. sojasósa 1 tsk. rifið engifer 1 rautt chili 2-3 dl brauðrasp Salt og nýmalaður pipar 150 g sesamfræ til að hjúpa með 1 Saxið laxinn niður með hníf og setjið í skál. 2 Blandið hinum hráefnunum saman við og mótið í fjóra laxaborgara. 3 Veltið borgurunum upp úr sesamfræjum og steikið við miðlungshita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið. Dillsósa Hnefafylli dill, saxað Börkur og safi úr einni límónu 2 dl majónes salt og svartur pipar Maukið saman í matvinnsluvél eða með skeið. Franskar sætkartöflur Sætar kartöflur eru ansi bragðgóðar. Þær passa við hvaða máltíð sem er, þær innihalda minni sykur en venjulegar kartöflur og eru stútfullar af C-vítamíni og trefjum. Mér finnst gott að sjóða þær, steikja þær, grilla þær og baka þær í ofni eins og ég ætla að gera núna. Sætar kartöflur skornar í aflangar sneiðar eins og franskar kartöflur. Þeim er svo velt upp úr ólífuolíu, maldonsalti, grófum pipar og góðri kryddjurtablöndu, til dæmis Best á allt frá Pottagöldrum. Kartöflurnar bakaðar við 220 gráður í um 30 mínútur. Eva Laufey Hamborgarar Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Ofnbakaður lax í hnetuhjúpi Hollur og góður kostur t.d. í matarboð eða bara hversdags. Berið gjarnan fram með bökuðum kartöflum og jógúrtdressingu.1 laxaflakgróft sjávarsaltnýmalaður svartur piparhunangs-dijonsinnepHnetuhjúpur100 g hnetur, t.d. hesli- og pekanhnetur4 msk. brauðraspsteinseljabörkur af einni sítrónu1 msk. olía2 hvítlauksrif, fínt rifinsjávarsalt1 Hitið ofninn í 180°C.2 Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu.3 Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur. Jógúrtdressing 2 dl grískt jógúrt 1 hvítlauksgeiri 1 msk. hunangs-dijonsinnep smátt söxuð steinselja salt og pipar Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. matur Laxaborgari með dillsósu og franskar sætkartöflur 350 g ferskur lax, beinhreinsaður 1 egg 2 msk. sojasósa 1 tsk. rifið engifer 1 rautt chili 2-3 dl brauðrasp Salt og nýmalaður pipar 150 g sesamfræ til að hjúpa með 1 Saxið laxinn niður með hníf og setjið í skál. 2 Blandið hinum hráefnunum saman við og mótið í fjóra laxaborgara. 3 Veltið borgurunum upp úr sesamfræjum og steikið við miðlungshita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið. Dillsósa Hnefafylli dill, saxað Börkur og safi úr einni límónu 2 dl majónes salt og svartur pipar Maukið saman í matvinnsluvél eða með skeið. Franskar sætkartöflur Sætar kartöflur eru ansi bragðgóðar. Þær passa við hvaða máltíð sem er, þær innihalda minni sykur en venjulegar kartöflur og eru stútfullar af C-vítamíni og trefjum. Mér finnst gott að sjóða þær, steikja þær, grilla þær og baka þær í ofni eins og ég ætla að gera núna. Sætar kartöflur skornar í aflangar sneiðar eins og franskar kartöflur. Þeim er svo velt upp úr ólífuolíu, maldonsalti, grófum pipar og góðri kryddjurtablöndu, til dæmis Best á allt frá Pottagöldrum. Kartöflurnar bakaðar við 220 gráður í um 30 mínútur.
Eva Laufey Hamborgarar Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira