Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. maí 2015 07:00 Dreifbréfið. Sverrir Agnarsson er staddur úti. vísir Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast. Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast.
Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54