Sjálfstæðari þjóð með margar stoðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Tilefni er til að staldra við þær skoðanir á íslensku efnahagslífi og -umhverfi sem Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, viðrar í fréttaviðtali í blaðinu í gær. Tilefnið er að tölvuleikjaframleiðandinn CCP hugleiðir flutning úr landi. Frosti er líka fyrrverandi stjórnarformaður CCP. Í viðtalinu í gær segir Frosti mikilvægt að leggja ekki stein í götu stórfyrirtækja sem flytja vilji höfuðstöðvar sínar annað. Þau eigi að geta flutt þangað sem markaðir eða fjárfestar sem stutt geti við áframhaldandi vöxt þeirra eru. Þá segir Frosti líka varasamt að efnahagslíf landa verði um of háð stórfyrirtækjum. Finnland sé víti til að varast þar sem landið hafi verið orðið háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum,“ segir Frosti. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í þessu samhengi. Kannski væri best að losna við þau úr landi líka? Lausnin felst augljóslega ekki í að fæla frá landinu stórfyrirtæki heldur haga hér efnahagsstjórn og lagaumgjörð þannig að sem flest fyrirtæki sjái sér hag í að skjóta hér rótum. Með því móti má fjölga stoðum efnahagslífsins og tryggja að eitthvert eitt fyrirtæki, eða atvinnuvegur, verði ekki svo ráðandi að annarra hagsmunir lúti í lægra haldi. Hér starfa nokkur fyrirtæki sem hafa heiminn allan undir í starfsemi sinni. CCP er eitt þeirra og selur tölvuleiki um allan heim. Matvælavinnsluvélaframleiðandinn Marel er annað, líka stoðtækja- og gervilimaframleiðandinn Össur og Marorka sem býr til eldsneytissparandi búnað fyrir skip. Fyrirtæki í þessari stöðu eiga það sammerkt að á markaðssvæði þeirra er alltaf einhvers staðar nótt. Staðsetning höfuðstöðvanna er því ekki aðalmálið á meðan aðbúnaður og regluverk er í lagi. Hér er málum ekki svo háttað. Raunar er það svo að hluti þessara fyrirtækja er hér enn fyrir þær sakir einar að ættjarðartaugin er römm, hjá annaðhvort eigendum eða stjórnendum. Í viðvarandi gjaldeyrishöftum (jafnvel þó að þau verði kölluð þjóðhagsvarúðarreglur) og broguðu regluverki sem torveldar fyrirtækjunum að sækja sér menntað starfsfólk, eða eiga viðskipti hvar sem er í heiminum, þá er hætt við að trosni taugin sem heldur þeim hér. Sú virðist vera raunin hjá CCP og sætir kannski furðu að fyrirtækið sé ekki löngu farið. Pollýönnuleikur formanns efnahags- og viðskiptanefndar um að hæfileikafólk sem ekki fari með geri þá eitthvað annað merkilegt hér heima breytir því ekki að mikill missir er að svona starfsemi. Nær væri að ráðamenn einbeittu sér að því að tryggja hér stöðugleika með þeim ráðum sem best duga og laga regluverk þannig að henti sem fjölbreyttustu atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, segir mikilvægt að ríghalda ekki í stórfyrirtæki þegar þau vilja flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Gjaldeyrishöft eigi ekki stóran þátt í ákvörðun. 21. maí 2015 07:00 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 Orsök og afleiðing Ekki verður deilt um mikilvægi upplýsingatækni í nútímasamfélaginu. Tölvur, snjalltæki og rafræn samskipti snerta orðið velflesta þætti mannlegrar tilveru. Hér á landi hefur líka sprottið upp margvísleg verðmæt starfsemi tengd þessum iðnaði, svo sem á sviði hugbúnaðargerðar og gagnavistunar. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Tilefni er til að staldra við þær skoðanir á íslensku efnahagslífi og -umhverfi sem Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, viðrar í fréttaviðtali í blaðinu í gær. Tilefnið er að tölvuleikjaframleiðandinn CCP hugleiðir flutning úr landi. Frosti er líka fyrrverandi stjórnarformaður CCP. Í viðtalinu í gær segir Frosti mikilvægt að leggja ekki stein í götu stórfyrirtækja sem flytja vilji höfuðstöðvar sínar annað. Þau eigi að geta flutt þangað sem markaðir eða fjárfestar sem stutt geti við áframhaldandi vöxt þeirra eru. Þá segir Frosti líka varasamt að efnahagslíf landa verði um of háð stórfyrirtækjum. Finnland sé víti til að varast þar sem landið hafi verið orðið háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum,“ segir Frosti. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í þessu samhengi. Kannski væri best að losna við þau úr landi líka? Lausnin felst augljóslega ekki í að fæla frá landinu stórfyrirtæki heldur haga hér efnahagsstjórn og lagaumgjörð þannig að sem flest fyrirtæki sjái sér hag í að skjóta hér rótum. Með því móti má fjölga stoðum efnahagslífsins og tryggja að eitthvert eitt fyrirtæki, eða atvinnuvegur, verði ekki svo ráðandi að annarra hagsmunir lúti í lægra haldi. Hér starfa nokkur fyrirtæki sem hafa heiminn allan undir í starfsemi sinni. CCP er eitt þeirra og selur tölvuleiki um allan heim. Matvælavinnsluvélaframleiðandinn Marel er annað, líka stoðtækja- og gervilimaframleiðandinn Össur og Marorka sem býr til eldsneytissparandi búnað fyrir skip. Fyrirtæki í þessari stöðu eiga það sammerkt að á markaðssvæði þeirra er alltaf einhvers staðar nótt. Staðsetning höfuðstöðvanna er því ekki aðalmálið á meðan aðbúnaður og regluverk er í lagi. Hér er málum ekki svo háttað. Raunar er það svo að hluti þessara fyrirtækja er hér enn fyrir þær sakir einar að ættjarðartaugin er römm, hjá annaðhvort eigendum eða stjórnendum. Í viðvarandi gjaldeyrishöftum (jafnvel þó að þau verði kölluð þjóðhagsvarúðarreglur) og broguðu regluverki sem torveldar fyrirtækjunum að sækja sér menntað starfsfólk, eða eiga viðskipti hvar sem er í heiminum, þá er hætt við að trosni taugin sem heldur þeim hér. Sú virðist vera raunin hjá CCP og sætir kannski furðu að fyrirtækið sé ekki löngu farið. Pollýönnuleikur formanns efnahags- og viðskiptanefndar um að hæfileikafólk sem ekki fari með geri þá eitthvað annað merkilegt hér heima breytir því ekki að mikill missir er að svona starfsemi. Nær væri að ráðamenn einbeittu sér að því að tryggja hér stöðugleika með þeim ráðum sem best duga og laga regluverk þannig að henti sem fjölbreyttustu atvinnulífi.
CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, segir mikilvægt að ríghalda ekki í stórfyrirtæki þegar þau vilja flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Gjaldeyrishöft eigi ekki stóran þátt í ákvörðun. 21. maí 2015 07:00
Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00
Orsök og afleiðing Ekki verður deilt um mikilvægi upplýsingatækni í nútímasamfélaginu. Tölvur, snjalltæki og rafræn samskipti snerta orðið velflesta þætti mannlegrar tilveru. Hér á landi hefur líka sprottið upp margvísleg verðmæt starfsemi tengd þessum iðnaði, svo sem á sviði hugbúnaðargerðar og gagnavistunar. 20. maí 2015 07:00
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun