Heitt og kalt Sara McMahon skrifar 26. maí 2015 07:00 Cause you‘re hot then you‘re cold, you‘re yes then you‘re no. You‘re in then you‘re out, you‘re up then you‘re down.“ Svo söng bandaríska söngkonan Katy Perry um óákveðinn ástmann sinn og einmitt svona líður mér gagnvart íslenska „sumrinu“. Það er heitt, kalt, upp og niður. Eina stundina situr maður fáklæddur úti á verönd og sleikir sólina, þá næstu er aftur komin slydda og vetur. Það er ekki nema von að svo tætingslaust veðurfar geti af sér óskipulagt og spontant fólk. Er það annars ekki talið vera eitt af persónueinkennum íslensku þjóðarinnar; óskipulag? Við kunnum víst ekki að skipuleggja nokkurn skapaðan hlut fram í tímann og allt er gert á síðustu stundu undir þeim formerkjum að „þetta reddist“ – nokkuð sem erlendum ferðamönnum þykir afskaplega heillandi við Íslendinga. Vinafólk mitt var til að mynda tilneytt til að bíða í margar vikur eftir því að það stytti upp nokkra daga í röð svo hægt væri að skipta um þak á heimili þeirra. Þegar veðurspáin varð þeim loks hliðholl vann smiðurinn baki brotnu til þess að ljúka verkinu áður en næsti skúr skylli á. Sem betur fer hafðist það – það reddaðist. Svo var það lautarferðin sem farin var síðasta sumar, það voru gerðar tvær tillögur að henni: Sú fyrri tók mið af þurrki, en sú seinni gerði ráð fyrir vætu. Þegar á hólminn var komið hékk hann þurr – þetta reddaðist, sem betur fer. Íslenska veðursældin hefur sem sagt alið af sér fólk sem vonar það besta en er ávallt undirbúið fyrir hið versta. Og kann svo virkilega að njóta þess þegar allt fer á besta veg – þegar allt reddast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Cause you‘re hot then you‘re cold, you‘re yes then you‘re no. You‘re in then you‘re out, you‘re up then you‘re down.“ Svo söng bandaríska söngkonan Katy Perry um óákveðinn ástmann sinn og einmitt svona líður mér gagnvart íslenska „sumrinu“. Það er heitt, kalt, upp og niður. Eina stundina situr maður fáklæddur úti á verönd og sleikir sólina, þá næstu er aftur komin slydda og vetur. Það er ekki nema von að svo tætingslaust veðurfar geti af sér óskipulagt og spontant fólk. Er það annars ekki talið vera eitt af persónueinkennum íslensku þjóðarinnar; óskipulag? Við kunnum víst ekki að skipuleggja nokkurn skapaðan hlut fram í tímann og allt er gert á síðustu stundu undir þeim formerkjum að „þetta reddist“ – nokkuð sem erlendum ferðamönnum þykir afskaplega heillandi við Íslendinga. Vinafólk mitt var til að mynda tilneytt til að bíða í margar vikur eftir því að það stytti upp nokkra daga í röð svo hægt væri að skipta um þak á heimili þeirra. Þegar veðurspáin varð þeim loks hliðholl vann smiðurinn baki brotnu til þess að ljúka verkinu áður en næsti skúr skylli á. Sem betur fer hafðist það – það reddaðist. Svo var það lautarferðin sem farin var síðasta sumar, það voru gerðar tvær tillögur að henni: Sú fyrri tók mið af þurrki, en sú seinni gerði ráð fyrir vætu. Þegar á hólminn var komið hékk hann þurr – þetta reddaðist, sem betur fer. Íslenska veðursældin hefur sem sagt alið af sér fólk sem vonar það besta en er ávallt undirbúið fyrir hið versta. Og kann svo virkilega að njóta þess þegar allt fer á besta veg – þegar allt reddast.