Flækjusaga Illuga: "Hin stoltu skip“ Illugi Jökulsson skrifar 7. júní 2015 11:00 hms iron Duke Flaggskip Jellicoes. Ég hef minnst á það áður, en á fyrri hluta táningsaldurs fékk ég ákafan áhuga á herskipasögu, sér í lagi frá fyrri hluta 20. aldar. Stór tröllsleg orrustuskip sem byltust um sjóinn með eldspúandi fallbyssum, ég viðurkenni að mér fannst eitthvað tilkomumikið við þetta og finnst jafnvel enn. Því kviknaði á ýmsum gömlum steinolíuluktum í huganum um mánaðamótin síðustu þegar ég uppgötvaði að rétt 99 ár voru þá liðin frá mesta rammaslag hinna ógnarlegu orrustuskipa 20. aldarinnar, bardaganum mikla við Jótlandsstrendur í fyrri heimsstyrjöld. Þá háttaði svo til að í upphafi aldarinnar hafði Þýskaland nánast upp úr þurru hafið mikið vopnakapphlaup á hafinu við Breta. Hvert af öðru streymdu þau af stokkunum, risastór og rándýr orrustuskip og orrustubeitiskip, og Bretar urðu þá náttúrlega að smíða ennþá fleiri til að halda yfirburðum sínum á hafinu – þetta voru 15-30.000 tonna skip, að lengd á við tæpa þrjá Hallgrímskirkjuturna og öll búin stórum fallbyssum. Orrustuskipin sjálf voru brynvarin á alla kanta til að verjast skothríð, en orrustubeitiskipin með þynnri brynvörn en aftur á móti hraðskreiðari og liprari.Þetta bryndrekakapphlaup sem Þjóðverjar hleyptu af stað átti sinn þátt í að fyrri heimsstyrjöldin braust út, eða altént að Bretar skyldu taka þátt í henni, því þeir styrktust í andstöðu sinni við Þjóðverja í jöfnu hlutfalli við fjölda þýsku stríðsskipanna sem birtust á Norðursjó. Þegar stríðið skall svo á voru Þjóðverjar þó enn ekki nema hálfdrættingar á við Breta í fjölda stórskipa. Þýski flotinn var því nánast dæmdur til að tapa hugsanlegri stórorrustu og þess vegna var það yfirleitt hlutskipti hinna stoltu skipa þýska flotans að bíða í höfn í Wilhelmshaven eftir tækifæri til að ráðast að smærri flotadeildum Breta. En þetta vissu Bretar náttúrlega og héldu orrustuflota sínum því saman í hóp eftir mætti. Orrustuskipunum bresku stýrði aðmírállinn John Jellicoe, en hin snöggu orrustubeitiskip voru undir stjórn kollega hans, David Beattys. Reinhard Scheer hét æðsti foringi þýska flotans, en Franz Hipper stýrði orrustubeitiskipunum.BeattySjóliðar liggja á meltunni Í lok maí ákváðu Þjóðverjar að senda allan stórflota sinn í sjaldgæfan leiðangur út á hafið. Flotinn var farinn að sæta vaxandi gagnrýni fyrir aðgerðaleysi; til hvers höfðu öll þessi stóru skip verið smíðuð ef sjóliðarnir lágu svo á meltunni meðan landhernum blæddi út í skotgröfum? Áætlun Þjóðverja fólst í að senda orrustubeitiskipin norður í Skagerak þar sem þau áttu að vekja á sér athygli og vera til almennra vandræða fyrir kaupskip Bandamanna. Fastlega mátti búast við því að orrustubeitiskip Beattys myndu þá umsvifalaust mæta á svæðið til að hrekja Hipper burt. Scheer átti hins vegar að fylgja í humátt á eftir Hipper norður á bóginn og þegar Hipper legði á flótta með Beatty á hælunum áttu brynlétt bresk orrustubeitiskipin að sigla beint í flasið á samanlögðum orrustuflota Scheers, þar sem fljótandi fallbyssuvirkin biðu eins og fornaldarskrímsli. Og myndi Beatty vart þurfa að kemba hærurnar eftir þá viðureign. Scheer hefði svo nægan tíma til að snúa burt og komast aftur til heimahafnar áður en meginfloti Jellicoes næði á vettvang. Að auki áttu þýskir kafbátar að liggja í leyni á væntanlegri siglingaleið Jellicoes út í Norðursjó og freista þess að sökkva tröllum hans. Þótt ástin til stóru bryntröllanna réði enn ríkjum meðal flota stórveldanna þá höfðu menn nefnilega þá þegar áttað sig á að pervisnir kafbátar með mjóslegin tundurskeyti gátu reynst stálskrímslunum meira en lítið skeinuhættir.ScheerHin besta hugsanlega útkoma fyrir Þjóðverja yrði sú að orrustubeitiskipafloti Beattys yrði beinlínis þurrkaður út og orrustufloti Jellicoes yrði fyrir verulegu tjóni. Þar með yrði breski flotinn mun verr í stakk búinn en áður til að halda þeim þýska í bóndabeygjunni í Wilhelmshaven. Scheer og Hipper gætu því sótt út á Atlantshaf og raskað illilega siglingum til Bretlands. Gallinn var bara sá að Bretum hafði borist njósn af því að eitthvað mikið stæði til. Þeir vissu ekki nákvæmlega hvað en sendu bæði Beatty og Jellicoe tímanlega á sjó til að vera við öllu búnir.Kafbátar í leyni Síðla á þriðjudagskvöldi 30. maí lagði gervallur úthafsfloti Þjóðverja úr höfn. Um nónbil daginn eftir leit allt vel út frá sjónarhóli Hippers og Scheers. Hipper hafði að vísu hitt Beatty fyrir út af Danmerkurströndum öllu fyrr en reiknað hafði verið með, sem hefði átt að segja Þjóðverjum að Bretar vissu kannski ýmislegt um hvað í vændum væri. Hins vegar höfðu þýsku kafbátarnir sem lágu í leyni fyrir meginflota Jellicoes gjörsamlega misst af siglingu hans af ýmsum ástæðum og Þjóðverjar höfðu því ekki hugmynd hve nærri hann væri. Slagur orrustubeitiskipanna hófst og eins og fyrirfram var ákveðið sneri Hipper fljótlega undan og þóttist flýja. Á þessum „flótta“ náðu Þjóðverjar að sökkva tveimur stórskipum Beattys en misstu ekkert sjálfir þótt sum löskuðust. Ýmislegt kunnu byssuskytturnar fyrir sér, því á þessum tímapunkti voru yfirleitt 14 kílómetrar milli skipanna þegar þau vógust á með fallbyssunum, það er eins og bein loftlína af Kambabrún og alla leið til Selfoss. Það var þá sem Beatty sneri sér að skipherranum á HMS Lion, þar sem hann var um borð, og sagði sem frægt varð: „Chatfield, það virðist vera eitthvað að þessum andskotans skipum okkar í dag.“HipperGildrur á báða bóga En þrátt fyrir þessa skipstapa héldu Bretar áfram að elta Hipper þangað til síðdegis en þá sigldu þeir fram á allan orrustuflota Scheers og var nú bombarderað sem aldrei fyrr. Beatty sneri sem skjótast aftur í norðurátt og þandi nú skip sín sem mest hann mátti í átt að Jellicoe sem kom öslandi í suðurátt. Scheer taldi um stund að allt gengi samkvæmt áætlun og hann ætti góða möguleika á að ráða niðurlögum Beattys, en um hálf sjöleytið sigldi hann allt í einu fram á gjörvallan breska flotann – 28 orrustuskip og 7 orrustubeitiskip – og hafði sjálfur ekki nema 16 orrustuskip og 5 orrustubeitiskip. Þetta kom Scheer algjörlega í opna skjöldu og eftir tæpan klukkutíma af harðri skothríð þar sem hvor aðili missti eitt orrustubeitiskip og nokkur smærri herskip og fjöldi skipa laskaðist illa, sum voru beinlínis helsærð, þá sneri Scheer undan og náði með snjallri og djarfri siglingabrellu að komast undan á flótta. Jellicoe vissi svo sem hvað var að gerast en beið stundarkorn með að elta þýsku skipin þar sem hann óttaðist að verið væri að leiða hann í gildru kafbáta og tundurskeytabáta, og þegar hann hóf eftirförina var orðið of seint að ná í skottið á Þjóðverjum. Undir morgun 1. júní var þýski flotinn kominn aftur í höfn. Og ég skal játa fyrir hönd okkar herskipanörda að okkur hefur stundum þótt að þessi slagur hefði mátt standa ögn lengur, svo það yrði almennilega útkljáð hvor flotinn væri skæðari, hvor skipin öflugri, hvor stóraðmírálanna kænni. Þjóðverjar kynntu orrustuna við Jótland altént sem mikinn sigur fyrir sig. Þeir höfðu verið mun liðfærri, alls teflt fram 99 skipum en Bretar 151. En þeir höfðu sökkt 14 skipum upp á alls 113.000 tonn en sjálfir misst 11 skip og 62.000 tonn. Bretar voru hins vegar nokkuð argir yfir að hafa misst sjaldgæft tækifæri til að gereyða hinum þýska keppinaut sínum. Jellicoe var ákaft gagnrýndur bak við tjöldin fyrir að hafa ekki látið kné fylgja kviði á úrslitastundu, þegar Scheer lagði á flótta, og harðasti gagnrýnandi hans var reyndar enginn annar en kumpáninn Beatty. En sjálfur var Beatty líka gagnrýndur fyrir ýmsar vafasamar ákvarðanir sínar, og uppgjör vegna orrustunnar á Bretlandi fólst aðallega í beiskjufullum deilum stuðningsmanna aðmírálanna tveggja. Lét orðstír beggja verulega á sjá svo að þegar flotinn ákvað að skíra tvö ný orrustuskip eftir þeim félögum árið 1937 þá brutust út svo miklar deilur í sjóliðsforingjakreðsum að loks var skipt um nöfn á þeim báðum. Á hinn bóginn voru Þjóðverjar svo ánægðir með frammistöðu sinna manna að í seinni heimsstyrjöld skírðu þeir voldug herskip bæði eftir Scheer og Hipper.Jafntefli? Nú. Þótt Þjóðverjar hafi lýst yfir sigri í orrustunni við Jótland voru úrslitin gjarnan kölluð jafntefli, því þrátt fyrir allt mistókst Þjóðverjum ætlunarverk sitt – að greiða breska flotanum svo mikið högg að munaði um, og þýski flotinn gæti þá leikið lausari hala en áður. Þvert á móti varð orrustan til þess að Þjóðverjar sýndu enn meiri varkárni en áður, hreyfðu sig sjaldan úr höfn og gáfu ekki frekari færi á rammaslag. Og hin rándýru skip, sem höfðu átt sinn ótvíræða þátt í að til þessa hildarleiks kom, þau koðnuðu niður í Wilhelmshaven þar til stríðinu lauk. Rétt í stríðslok ætluðu Scheer og Hipper að reka slyðruorðið af flotanum og leggja út í vonlausa stórorrustu við allan breska flotann, nánast sjálfsmorðsárás, til að bjarga orðspori þýska flotans eftir dugleysi hans eftir Jótlandsbardaga. Ég hef raunar áður fjallað um það mál í flækjusögu; hér dugar að taka fram að óbreyttir sjóliðar neituðu þá að láta fórna sér á altari orðstírs flotans, gerðu uppreisn og þvertóku fyrir að sigla út í dauðann. Og það er einmitt það sem vill gleymast, þegar maður heillast af herskipasögu – ójá, ég viðurkenni það – þá fer maður að líta á skipströllin sem nánast lifandi verur sem berjast að eigin frumkvæði og eigin vilja – maður fer ósjálfrátt að tala um „hin stoltu skip“ sem berjist eins og fornaldardrekar og sum deyja og önnur hörfa helsærð … svona bull. Í reynd voru það þúsundir misjafnlega hugrakkra karla og stundum bara pilta sem háðu þessa orrustu og skipin höfðu engan vilja – þeir yngstu voru fimmtán, sextán ára, strákar úr smáþorpum í Wales og Cornwall, sveitapiltar úr Bæjaralandi – eigiði sextán ára stráka, lesendur góðir? Hefðuð þið viljað vita af þeim úti á þessum blikkdósum, hefðuði viljað að þeir legðu sig í meiri hættu til að útkljá og ná einhverjum stundarárangri í stríði roskinna fauska sem kom þeim í rauninni ekkert við? Flækjusaga Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ég hef minnst á það áður, en á fyrri hluta táningsaldurs fékk ég ákafan áhuga á herskipasögu, sér í lagi frá fyrri hluta 20. aldar. Stór tröllsleg orrustuskip sem byltust um sjóinn með eldspúandi fallbyssum, ég viðurkenni að mér fannst eitthvað tilkomumikið við þetta og finnst jafnvel enn. Því kviknaði á ýmsum gömlum steinolíuluktum í huganum um mánaðamótin síðustu þegar ég uppgötvaði að rétt 99 ár voru þá liðin frá mesta rammaslag hinna ógnarlegu orrustuskipa 20. aldarinnar, bardaganum mikla við Jótlandsstrendur í fyrri heimsstyrjöld. Þá háttaði svo til að í upphafi aldarinnar hafði Þýskaland nánast upp úr þurru hafið mikið vopnakapphlaup á hafinu við Breta. Hvert af öðru streymdu þau af stokkunum, risastór og rándýr orrustuskip og orrustubeitiskip, og Bretar urðu þá náttúrlega að smíða ennþá fleiri til að halda yfirburðum sínum á hafinu – þetta voru 15-30.000 tonna skip, að lengd á við tæpa þrjá Hallgrímskirkjuturna og öll búin stórum fallbyssum. Orrustuskipin sjálf voru brynvarin á alla kanta til að verjast skothríð, en orrustubeitiskipin með þynnri brynvörn en aftur á móti hraðskreiðari og liprari.Þetta bryndrekakapphlaup sem Þjóðverjar hleyptu af stað átti sinn þátt í að fyrri heimsstyrjöldin braust út, eða altént að Bretar skyldu taka þátt í henni, því þeir styrktust í andstöðu sinni við Þjóðverja í jöfnu hlutfalli við fjölda þýsku stríðsskipanna sem birtust á Norðursjó. Þegar stríðið skall svo á voru Þjóðverjar þó enn ekki nema hálfdrættingar á við Breta í fjölda stórskipa. Þýski flotinn var því nánast dæmdur til að tapa hugsanlegri stórorrustu og þess vegna var það yfirleitt hlutskipti hinna stoltu skipa þýska flotans að bíða í höfn í Wilhelmshaven eftir tækifæri til að ráðast að smærri flotadeildum Breta. En þetta vissu Bretar náttúrlega og héldu orrustuflota sínum því saman í hóp eftir mætti. Orrustuskipunum bresku stýrði aðmírállinn John Jellicoe, en hin snöggu orrustubeitiskip voru undir stjórn kollega hans, David Beattys. Reinhard Scheer hét æðsti foringi þýska flotans, en Franz Hipper stýrði orrustubeitiskipunum.BeattySjóliðar liggja á meltunni Í lok maí ákváðu Þjóðverjar að senda allan stórflota sinn í sjaldgæfan leiðangur út á hafið. Flotinn var farinn að sæta vaxandi gagnrýni fyrir aðgerðaleysi; til hvers höfðu öll þessi stóru skip verið smíðuð ef sjóliðarnir lágu svo á meltunni meðan landhernum blæddi út í skotgröfum? Áætlun Þjóðverja fólst í að senda orrustubeitiskipin norður í Skagerak þar sem þau áttu að vekja á sér athygli og vera til almennra vandræða fyrir kaupskip Bandamanna. Fastlega mátti búast við því að orrustubeitiskip Beattys myndu þá umsvifalaust mæta á svæðið til að hrekja Hipper burt. Scheer átti hins vegar að fylgja í humátt á eftir Hipper norður á bóginn og þegar Hipper legði á flótta með Beatty á hælunum áttu brynlétt bresk orrustubeitiskipin að sigla beint í flasið á samanlögðum orrustuflota Scheers, þar sem fljótandi fallbyssuvirkin biðu eins og fornaldarskrímsli. Og myndi Beatty vart þurfa að kemba hærurnar eftir þá viðureign. Scheer hefði svo nægan tíma til að snúa burt og komast aftur til heimahafnar áður en meginfloti Jellicoes næði á vettvang. Að auki áttu þýskir kafbátar að liggja í leyni á væntanlegri siglingaleið Jellicoes út í Norðursjó og freista þess að sökkva tröllum hans. Þótt ástin til stóru bryntröllanna réði enn ríkjum meðal flota stórveldanna þá höfðu menn nefnilega þá þegar áttað sig á að pervisnir kafbátar með mjóslegin tundurskeyti gátu reynst stálskrímslunum meira en lítið skeinuhættir.ScheerHin besta hugsanlega útkoma fyrir Þjóðverja yrði sú að orrustubeitiskipafloti Beattys yrði beinlínis þurrkaður út og orrustufloti Jellicoes yrði fyrir verulegu tjóni. Þar með yrði breski flotinn mun verr í stakk búinn en áður til að halda þeim þýska í bóndabeygjunni í Wilhelmshaven. Scheer og Hipper gætu því sótt út á Atlantshaf og raskað illilega siglingum til Bretlands. Gallinn var bara sá að Bretum hafði borist njósn af því að eitthvað mikið stæði til. Þeir vissu ekki nákvæmlega hvað en sendu bæði Beatty og Jellicoe tímanlega á sjó til að vera við öllu búnir.Kafbátar í leyni Síðla á þriðjudagskvöldi 30. maí lagði gervallur úthafsfloti Þjóðverja úr höfn. Um nónbil daginn eftir leit allt vel út frá sjónarhóli Hippers og Scheers. Hipper hafði að vísu hitt Beatty fyrir út af Danmerkurströndum öllu fyrr en reiknað hafði verið með, sem hefði átt að segja Þjóðverjum að Bretar vissu kannski ýmislegt um hvað í vændum væri. Hins vegar höfðu þýsku kafbátarnir sem lágu í leyni fyrir meginflota Jellicoes gjörsamlega misst af siglingu hans af ýmsum ástæðum og Þjóðverjar höfðu því ekki hugmynd hve nærri hann væri. Slagur orrustubeitiskipanna hófst og eins og fyrirfram var ákveðið sneri Hipper fljótlega undan og þóttist flýja. Á þessum „flótta“ náðu Þjóðverjar að sökkva tveimur stórskipum Beattys en misstu ekkert sjálfir þótt sum löskuðust. Ýmislegt kunnu byssuskytturnar fyrir sér, því á þessum tímapunkti voru yfirleitt 14 kílómetrar milli skipanna þegar þau vógust á með fallbyssunum, það er eins og bein loftlína af Kambabrún og alla leið til Selfoss. Það var þá sem Beatty sneri sér að skipherranum á HMS Lion, þar sem hann var um borð, og sagði sem frægt varð: „Chatfield, það virðist vera eitthvað að þessum andskotans skipum okkar í dag.“HipperGildrur á báða bóga En þrátt fyrir þessa skipstapa héldu Bretar áfram að elta Hipper þangað til síðdegis en þá sigldu þeir fram á allan orrustuflota Scheers og var nú bombarderað sem aldrei fyrr. Beatty sneri sem skjótast aftur í norðurátt og þandi nú skip sín sem mest hann mátti í átt að Jellicoe sem kom öslandi í suðurátt. Scheer taldi um stund að allt gengi samkvæmt áætlun og hann ætti góða möguleika á að ráða niðurlögum Beattys, en um hálf sjöleytið sigldi hann allt í einu fram á gjörvallan breska flotann – 28 orrustuskip og 7 orrustubeitiskip – og hafði sjálfur ekki nema 16 orrustuskip og 5 orrustubeitiskip. Þetta kom Scheer algjörlega í opna skjöldu og eftir tæpan klukkutíma af harðri skothríð þar sem hvor aðili missti eitt orrustubeitiskip og nokkur smærri herskip og fjöldi skipa laskaðist illa, sum voru beinlínis helsærð, þá sneri Scheer undan og náði með snjallri og djarfri siglingabrellu að komast undan á flótta. Jellicoe vissi svo sem hvað var að gerast en beið stundarkorn með að elta þýsku skipin þar sem hann óttaðist að verið væri að leiða hann í gildru kafbáta og tundurskeytabáta, og þegar hann hóf eftirförina var orðið of seint að ná í skottið á Þjóðverjum. Undir morgun 1. júní var þýski flotinn kominn aftur í höfn. Og ég skal játa fyrir hönd okkar herskipanörda að okkur hefur stundum þótt að þessi slagur hefði mátt standa ögn lengur, svo það yrði almennilega útkljáð hvor flotinn væri skæðari, hvor skipin öflugri, hvor stóraðmírálanna kænni. Þjóðverjar kynntu orrustuna við Jótland altént sem mikinn sigur fyrir sig. Þeir höfðu verið mun liðfærri, alls teflt fram 99 skipum en Bretar 151. En þeir höfðu sökkt 14 skipum upp á alls 113.000 tonn en sjálfir misst 11 skip og 62.000 tonn. Bretar voru hins vegar nokkuð argir yfir að hafa misst sjaldgæft tækifæri til að gereyða hinum þýska keppinaut sínum. Jellicoe var ákaft gagnrýndur bak við tjöldin fyrir að hafa ekki látið kné fylgja kviði á úrslitastundu, þegar Scheer lagði á flótta, og harðasti gagnrýnandi hans var reyndar enginn annar en kumpáninn Beatty. En sjálfur var Beatty líka gagnrýndur fyrir ýmsar vafasamar ákvarðanir sínar, og uppgjör vegna orrustunnar á Bretlandi fólst aðallega í beiskjufullum deilum stuðningsmanna aðmírálanna tveggja. Lét orðstír beggja verulega á sjá svo að þegar flotinn ákvað að skíra tvö ný orrustuskip eftir þeim félögum árið 1937 þá brutust út svo miklar deilur í sjóliðsforingjakreðsum að loks var skipt um nöfn á þeim báðum. Á hinn bóginn voru Þjóðverjar svo ánægðir með frammistöðu sinna manna að í seinni heimsstyrjöld skírðu þeir voldug herskip bæði eftir Scheer og Hipper.Jafntefli? Nú. Þótt Þjóðverjar hafi lýst yfir sigri í orrustunni við Jótland voru úrslitin gjarnan kölluð jafntefli, því þrátt fyrir allt mistókst Þjóðverjum ætlunarverk sitt – að greiða breska flotanum svo mikið högg að munaði um, og þýski flotinn gæti þá leikið lausari hala en áður. Þvert á móti varð orrustan til þess að Þjóðverjar sýndu enn meiri varkárni en áður, hreyfðu sig sjaldan úr höfn og gáfu ekki frekari færi á rammaslag. Og hin rándýru skip, sem höfðu átt sinn ótvíræða þátt í að til þessa hildarleiks kom, þau koðnuðu niður í Wilhelmshaven þar til stríðinu lauk. Rétt í stríðslok ætluðu Scheer og Hipper að reka slyðruorðið af flotanum og leggja út í vonlausa stórorrustu við allan breska flotann, nánast sjálfsmorðsárás, til að bjarga orðspori þýska flotans eftir dugleysi hans eftir Jótlandsbardaga. Ég hef raunar áður fjallað um það mál í flækjusögu; hér dugar að taka fram að óbreyttir sjóliðar neituðu þá að láta fórna sér á altari orðstírs flotans, gerðu uppreisn og þvertóku fyrir að sigla út í dauðann. Og það er einmitt það sem vill gleymast, þegar maður heillast af herskipasögu – ójá, ég viðurkenni það – þá fer maður að líta á skipströllin sem nánast lifandi verur sem berjast að eigin frumkvæði og eigin vilja – maður fer ósjálfrátt að tala um „hin stoltu skip“ sem berjist eins og fornaldardrekar og sum deyja og önnur hörfa helsærð … svona bull. Í reynd voru það þúsundir misjafnlega hugrakkra karla og stundum bara pilta sem háðu þessa orrustu og skipin höfðu engan vilja – þeir yngstu voru fimmtán, sextán ára, strákar úr smáþorpum í Wales og Cornwall, sveitapiltar úr Bæjaralandi – eigiði sextán ára stráka, lesendur góðir? Hefðuð þið viljað vita af þeim úti á þessum blikkdósum, hefðuði viljað að þeir legðu sig í meiri hættu til að útkljá og ná einhverjum stundarárangri í stríði roskinna fauska sem kom þeim í rauninni ekkert við?
Flækjusaga Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira