Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 07:30 Þegar fólk stígur fram með reynslu sína af kynferðisofbeldi eykst vanalega aðsókn hjá Stígamótum. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira