Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 07:30 Þegar fólk stígur fram með reynslu sína af kynferðisofbeldi eykst vanalega aðsókn hjá Stígamótum. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“ Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira