Femínisti segir af sér Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. júní 2015 07:00 Vinur minn sagði við mig um daginn: „Þeir sem hæst hafa undir hverjum fána, og fara þar fremstir í flokki, þeir skilgreina merkinguna.“ Ég hugsaði þessi orð vinar míns lengi. Ég er ekki alltaf sammála honum – hann er til dæmis dyggur stuðningsmaður FH – en þarna held ég að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Merking orðsins femínisti er nefnilega dauð á Íslandi. Ég hef um árabil talið mig femínista, skilgreint mig sem slíka, og því finnst mér erfitt að stíga fram í mest lesna dagblaði landsins og lýsa því yfir að ég sé ekki lengur femínisti. Ég hef samt enn nákvæmlega sömu skoðanir á jafnréttisbaráttunni og ég hafði í síðustu viku, þegar ég var enn yfirlýstur femínisti. En það er, því miður, ákveðinn hópur kvenfólks sem hefur haft sig í frammi svo árum skiptir og skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar. Þær hafa farið fram með sleggjudómum. Þær hafa þaggað niður sjónarmið sem ekki henta þeirra einhliða umræðu. Þær hafa gerst sekar um einelti á Netinu. Þetta eru örfá dæmi, en þetta eru meginástæður þeirrar gengisfellingar sem ómissandi orð hefur mátt sæta. Maður mætir ekki ofbeldi með ofbeldi. Svo finnst mér bara ákaflega sjúkt að ætla sér að tala fyrir helming þjóðarinnar. Nóg er framboðið af íslenskum karlmönnum sem lýsa yfir skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Sumir hverjir á launum, aðrir alls ekki. Sumir fínir, aðrir bera fram mokvondar skoðanir. Þeir eiga samt rétt á sínum skoðunum. Auk þess þess hef ég aldrei séð þá gerast seka um að ætla sér að tala fyrir hönd allra íslenskra karlmanna. Það væri einfeldningslegt að halda að allir femínistar aðhylltust sömu stefnu. Það væri líka einfeldningslegt að ætla að allir sjálfstæðimenn aðhylltust sömu frjálshyggjuna. En ef formaður flokksins færi fram með þeim hætti sem kynsystur mínar sumar hverjar hafa gerst sekar um í skjóli femínisma held ég að margir flokksmenn myndu hugsa sig tvisvar um fyrir næstu kosningar. Málið er að það kaus ykkur enginn. Talið fyrir ykkur sjálfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Vinur minn sagði við mig um daginn: „Þeir sem hæst hafa undir hverjum fána, og fara þar fremstir í flokki, þeir skilgreina merkinguna.“ Ég hugsaði þessi orð vinar míns lengi. Ég er ekki alltaf sammála honum – hann er til dæmis dyggur stuðningsmaður FH – en þarna held ég að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Merking orðsins femínisti er nefnilega dauð á Íslandi. Ég hef um árabil talið mig femínista, skilgreint mig sem slíka, og því finnst mér erfitt að stíga fram í mest lesna dagblaði landsins og lýsa því yfir að ég sé ekki lengur femínisti. Ég hef samt enn nákvæmlega sömu skoðanir á jafnréttisbaráttunni og ég hafði í síðustu viku, þegar ég var enn yfirlýstur femínisti. En það er, því miður, ákveðinn hópur kvenfólks sem hefur haft sig í frammi svo árum skiptir og skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar. Þær hafa farið fram með sleggjudómum. Þær hafa þaggað niður sjónarmið sem ekki henta þeirra einhliða umræðu. Þær hafa gerst sekar um einelti á Netinu. Þetta eru örfá dæmi, en þetta eru meginástæður þeirrar gengisfellingar sem ómissandi orð hefur mátt sæta. Maður mætir ekki ofbeldi með ofbeldi. Svo finnst mér bara ákaflega sjúkt að ætla sér að tala fyrir helming þjóðarinnar. Nóg er framboðið af íslenskum karlmönnum sem lýsa yfir skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Sumir hverjir á launum, aðrir alls ekki. Sumir fínir, aðrir bera fram mokvondar skoðanir. Þeir eiga samt rétt á sínum skoðunum. Auk þess þess hef ég aldrei séð þá gerast seka um að ætla sér að tala fyrir hönd allra íslenskra karlmanna. Það væri einfeldningslegt að halda að allir femínistar aðhylltust sömu stefnu. Það væri líka einfeldningslegt að ætla að allir sjálfstæðimenn aðhylltust sömu frjálshyggjuna. En ef formaður flokksins færi fram með þeim hætti sem kynsystur mínar sumar hverjar hafa gerst sekar um í skjóli femínisma held ég að margir flokksmenn myndu hugsa sig tvisvar um fyrir næstu kosningar. Málið er að það kaus ykkur enginn. Talið fyrir ykkur sjálfar.