Búið að ræða við kröfuhafa Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 05:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að hlusta á oddvita ríkisstjórnarinnar, seðlabankastjóra og sérfræðinga kynna áætlun um afnám hafta. Þar á meðal voru aðrir ráðherrar og að sjálfsögðu margir fréttamenn. VÍSIR/GVA Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira