Lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Ingvar Haraldsson skrifar 9. júní 2015 08:00 Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason kynntu áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta í Hörpu í gær. VÍSIR/GVA Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún. Gjaldeyrishöft Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira