Lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Ingvar Haraldsson skrifar 9. júní 2015 08:00 Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason kynntu áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta í Hörpu í gær. VÍSIR/GVA Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún. Gjaldeyrishöft Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira