Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:30 Aron Einar Gunnarsson er að spila frábærlega fyrir félagslið og landslið og er nýorðinn pabbi. Fréttablaðið/Valli „Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
„Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti