Ætla ekki að líkja mér við Beckham Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2015 08:30 Jóhann Berg er í flottu formi og á örugglega eftir að gera Tékkum lífið leitt á morgun. fréttablaðið/getty „Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
„Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira