Bæjarstjórar segjast ekki hafa hyglað FH Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar eru ósammála formanni Hauka um að bærinn hafi hyglað FH. Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira