Flugfélögin krefjast skattalækkana Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Michael O'Leary segir nauðsynlegt að flugfélögin láti í sér heyra. Þau hafi ekki talað einum rómi. Nordicphotos/afp Æðstu yfirmenn fimm stærstu flugfélaga í Evrópu hafa snúið bökum saman. Þeir hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja við bakið á flugfélögum með því að lækka skatta og minnka kostnað þeirra. Yfirmenn IAG, easyJet, Ryanair, Air France-KLM og Lufthansa hittust í Brussel í gær. Á fundi sínum skoruðu þau á Violetu Bulc, yfirmann samgöngumála hjá Evrópusambandinu, að beita sér fyrir þessu. Telegraph segir að yfirmenn þessara fimm félaga séu vanari því að deila innbyrðis um markaðinn. Auk þess sem þeir vilja lækka skatta vilja þeir að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim skaða sem verkfall flugumferðarstjóra hefur valdið og skera niður gjöld sem flugvellir taka af flugfélögunum. Bulc tók við hlutverki yfirmanns flugmála í nóvember. Búist er við að hún muni kynna stefnumótun í flugmálum síðar á þessu ári. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að nauðsynlegt sé að flugvélögin láti í sér heyra í aðdragandanum að því. „Við þurfum að láta í okkur heyra vegna þess að við höfum talað ólíkum röddum á liðnum árum,“ sagði hann. O'Leary tók þó fram að flugfélögin væru ekki sammála í einu og öllu. Flugfélögin ætla að stofna ný hagsmunasamtök sem hafi tekið til starfa í október og muni eiga samskipti við Evrópusambandið. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Æðstu yfirmenn fimm stærstu flugfélaga í Evrópu hafa snúið bökum saman. Þeir hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja við bakið á flugfélögum með því að lækka skatta og minnka kostnað þeirra. Yfirmenn IAG, easyJet, Ryanair, Air France-KLM og Lufthansa hittust í Brussel í gær. Á fundi sínum skoruðu þau á Violetu Bulc, yfirmann samgöngumála hjá Evrópusambandinu, að beita sér fyrir þessu. Telegraph segir að yfirmenn þessara fimm félaga séu vanari því að deila innbyrðis um markaðinn. Auk þess sem þeir vilja lækka skatta vilja þeir að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim skaða sem verkfall flugumferðarstjóra hefur valdið og skera niður gjöld sem flugvellir taka af flugfélögunum. Bulc tók við hlutverki yfirmanns flugmála í nóvember. Búist er við að hún muni kynna stefnumótun í flugmálum síðar á þessu ári. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að nauðsynlegt sé að flugvélögin láti í sér heyra í aðdragandanum að því. „Við þurfum að láta í okkur heyra vegna þess að við höfum talað ólíkum röddum á liðnum árum,“ sagði hann. O'Leary tók þó fram að flugfélögin væru ekki sammála í einu og öllu. Flugfélögin ætla að stofna ný hagsmunasamtök sem hafi tekið til starfa í október og muni eiga samskipti við Evrópusambandið.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira