Tölvupóstsskrímslið Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 24. júní 2015 07:00 Stundum ætlar stórt tölvupóstsskrímsli að éta mig. Vinnupósturinn stoppar ekki. Sumir tölvupóstsdagar eru hins vegar hressari en aðrir. Sem ég sat í vinnunni hjá UNICEF á Íslandi og sendi ábendingu á fjölmiðla um börn í sárri neyð á skjálftasvæðinu í Nepal barst athyglisverður póstur. Leiðtogar vopnaðra hópa í Mið-Afríkulýðveldinu höfðu samþykkt að sleppa öllum barnahermönnum og börnum sem tengdust hópunum: Mörgum þúsundum! Þeir höfðu líka samþykkt að hætta alfarið að nýskrá börn inn í herflokkana. UNICEF hafði yfirumsjón með samkomulaginu og hafði lengi unnið að þessu. Jess! Annar póstur barst: Suður-Súdan, eitt fátækasta ríki heims, hafði fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann er grunnurinn undir allt sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gerir. Núna höfðu öll ríki Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin fullgilt þennan stórmerkilega sáttmála. Dagurinn leið. Ljósmyndir bárust frá samstarfsfólki hjá UNICEF í Nepal af risavöxnu bólusetningarátaki sem var nýhafið á skjálftasvæðinu. Mikilvægt var að reyna að koma í veg fyrir að mislingafaraldur brytist þar út. Markmið átaksins var að ná til meira en hálfrar milljónar barna hið fyrsta. Gott mál. Klukkustund síðar: Hvísl barst frá samstarfsmanni erlendis um að nokkrum dögum seinna myndi formleg yfirlýsing vera gefin út um að Líbería væri laus við ebólu: Landið sem varð verst úti í faraldrinum. Vó, frábært! Í baráttunni við ebólu hafði UNICEF meðal annars tekið þátt í að skipuleggja heimsóknir á yfir 400.000 heimili til að fræða fólk um hvernig koma mætti í veg fyrir smit og hvað ætti að gera ef smit kæmi upp. Rætt hafði verið við fleiri en eina milljón manna. Í lok dags hringdi kona í Reykjavík sem er heimsforeldri hjá UNICEF og vildi hækka mánaðarlegt framlag sitt. Spurði hvort stuðningurinn kæmi ekki örugglega að gagni. Ég játti því og sagði að dagsverk hennar væri einhvern veginn svona: Hún hefði tekið þátt í varanlegum umbótum fyrir börn í Mið-Afríkulýðveldinu, stutt neyðarhjálp í Nepal og tekið þátt í ebólubaráttu sem væri löngu horfin úr fjölmiðlum. Auk þess að leggja sitt á lóð á vogarskálarnar svo UNICEF gæti barist fyrir réttindum barna – alltaf, alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Stundum ætlar stórt tölvupóstsskrímsli að éta mig. Vinnupósturinn stoppar ekki. Sumir tölvupóstsdagar eru hins vegar hressari en aðrir. Sem ég sat í vinnunni hjá UNICEF á Íslandi og sendi ábendingu á fjölmiðla um börn í sárri neyð á skjálftasvæðinu í Nepal barst athyglisverður póstur. Leiðtogar vopnaðra hópa í Mið-Afríkulýðveldinu höfðu samþykkt að sleppa öllum barnahermönnum og börnum sem tengdust hópunum: Mörgum þúsundum! Þeir höfðu líka samþykkt að hætta alfarið að nýskrá börn inn í herflokkana. UNICEF hafði yfirumsjón með samkomulaginu og hafði lengi unnið að þessu. Jess! Annar póstur barst: Suður-Súdan, eitt fátækasta ríki heims, hafði fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann er grunnurinn undir allt sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gerir. Núna höfðu öll ríki Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin fullgilt þennan stórmerkilega sáttmála. Dagurinn leið. Ljósmyndir bárust frá samstarfsfólki hjá UNICEF í Nepal af risavöxnu bólusetningarátaki sem var nýhafið á skjálftasvæðinu. Mikilvægt var að reyna að koma í veg fyrir að mislingafaraldur brytist þar út. Markmið átaksins var að ná til meira en hálfrar milljónar barna hið fyrsta. Gott mál. Klukkustund síðar: Hvísl barst frá samstarfsmanni erlendis um að nokkrum dögum seinna myndi formleg yfirlýsing vera gefin út um að Líbería væri laus við ebólu: Landið sem varð verst úti í faraldrinum. Vó, frábært! Í baráttunni við ebólu hafði UNICEF meðal annars tekið þátt í að skipuleggja heimsóknir á yfir 400.000 heimili til að fræða fólk um hvernig koma mætti í veg fyrir smit og hvað ætti að gera ef smit kæmi upp. Rætt hafði verið við fleiri en eina milljón manna. Í lok dags hringdi kona í Reykjavík sem er heimsforeldri hjá UNICEF og vildi hækka mánaðarlegt framlag sitt. Spurði hvort stuðningurinn kæmi ekki örugglega að gagni. Ég játti því og sagði að dagsverk hennar væri einhvern veginn svona: Hún hefði tekið þátt í varanlegum umbótum fyrir börn í Mið-Afríkulýðveldinu, stutt neyðarhjálp í Nepal og tekið þátt í ebólubaráttu sem væri löngu horfin úr fjölmiðlum. Auk þess að leggja sitt á lóð á vogarskálarnar svo UNICEF gæti barist fyrir réttindum barna – alltaf, alls staðar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun