Braveheart fagnar tuttugu ára afmæli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2015 12:30 Eftirminnilegt atriði úr Braveheart þar sem William Wallace og Murron MacClannough skella sér á hestbak. Vísir/Getty Bravehart fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári en myndin kom út þann 19. maí árið 1995 og er byggð á sögu skoska uppreisnarmannsins Williams Wallace sem talið er að hafi verið fæddur í kringum 1270. Wallace er talinn þjóðhetja í Skotlandi en hann barðist ötullega gegn yfirráðum Englands í Skotlandi í kringum aldamótin 1300. Árið 1305 var Wallace handsamaður af Englendingum, pyntaður og að lokum líflátinn. Saga hans öðlaðist heimsfrægð þegar kvikmyndin Braveheart kom út árið 1995 en þar fer leikarinn Mel Gibson með hlutverk Wallace. Gibson leikstýrði jafnframt myndinni og hlaut hún alls fimm Óskarsverðlaun, sem besta myndin, fyrir bestu förðun, bestu kvikmyndagerð, bestu hljóðvinnsla og bestu leikstjórn, auk þess sem hún hlaut fjölda annarra verðlauna, til dæmis Golden Globe og MTV Movie Awards. Myndinni var almennt vel tekið þótt hún væri, líkt og margar myndir sem fjalla um sögulega atburði eða einstaklinga, gagnrýnd fyrir að frjálslega væri farið með sögulegar staðreyndir. Braveheart var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna og þar á meðal fyrir bestu frumsömdu tónlistina en hana samdi tónskáldið James Horner, sem samdi tónlist við fjölda þekkta kvikmynda, til dæmis Star Trek II: The Wrath of Khan og Titanic en tónlistin úr Titanic er mest selda kvikmyndatónlist allra tíma. Horner lést í flugslysi í Kaliforníu á mánudag. Handritið að Braveheart er unnið upp úr ljóðinu The Actes and Deidis of the Illustre and Vallyeant Campioun Schir William Wallace sem samið var um Wallace af Blind Harry en aðlagað hvíta tjaldinu af handritshöfundinum Randall Wallace, sem þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn er ekki hið minnsta skyldur skosku þjóðhetjunni. Handritið að Braveheart var fyrsta handrit hans sem tekið var til framleiðslu eftir að það vakti forvitni Gibsons og hlaut handritshöfundurinn Wallace tilnefningu til Óskarsverðlauna. Í myndinni er sagt frá frelsisbaráttunni og auk þess ástarsambandi Wallace og æskuvinkonu hans, Murron MacClannough. Líkt og áður hefur komið fram leikstýrði Gibson myndinni auk þess sem hann lék aðalhlutverkið og framleiddi hana. Gibson hafði þá leikið í þremur Leathal Weapon-myndum, sem allar höfðu gengið vel, og einnig þremur Mad Max-myndum. Þrátt fyrir velgengni hans átti framleiðslufyrirtæki Gibsons, Icon Production, í erfiðleikum með að safna nægilegum fjármunum til framleiðslu myndarinnar. Warner Bros var tilbúið til þess að styrkja verkefnið með því skilyrði að Paramount Pictures samþykkti að dreifa Braveheart í Bandaríkjunum og Kanada og 20th Century Fox fór í samstarf um alþjóðleg réttindi. Önnur aðalhlutverk voru í höndum Sophie Marceau, Patricks McGoohan og Catherine McCormack.Hér má sjá eitt eftirminnilegt atriði úr Braveheart: Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bravehart fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári en myndin kom út þann 19. maí árið 1995 og er byggð á sögu skoska uppreisnarmannsins Williams Wallace sem talið er að hafi verið fæddur í kringum 1270. Wallace er talinn þjóðhetja í Skotlandi en hann barðist ötullega gegn yfirráðum Englands í Skotlandi í kringum aldamótin 1300. Árið 1305 var Wallace handsamaður af Englendingum, pyntaður og að lokum líflátinn. Saga hans öðlaðist heimsfrægð þegar kvikmyndin Braveheart kom út árið 1995 en þar fer leikarinn Mel Gibson með hlutverk Wallace. Gibson leikstýrði jafnframt myndinni og hlaut hún alls fimm Óskarsverðlaun, sem besta myndin, fyrir bestu förðun, bestu kvikmyndagerð, bestu hljóðvinnsla og bestu leikstjórn, auk þess sem hún hlaut fjölda annarra verðlauna, til dæmis Golden Globe og MTV Movie Awards. Myndinni var almennt vel tekið þótt hún væri, líkt og margar myndir sem fjalla um sögulega atburði eða einstaklinga, gagnrýnd fyrir að frjálslega væri farið með sögulegar staðreyndir. Braveheart var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna og þar á meðal fyrir bestu frumsömdu tónlistina en hana samdi tónskáldið James Horner, sem samdi tónlist við fjölda þekkta kvikmynda, til dæmis Star Trek II: The Wrath of Khan og Titanic en tónlistin úr Titanic er mest selda kvikmyndatónlist allra tíma. Horner lést í flugslysi í Kaliforníu á mánudag. Handritið að Braveheart er unnið upp úr ljóðinu The Actes and Deidis of the Illustre and Vallyeant Campioun Schir William Wallace sem samið var um Wallace af Blind Harry en aðlagað hvíta tjaldinu af handritshöfundinum Randall Wallace, sem þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn er ekki hið minnsta skyldur skosku þjóðhetjunni. Handritið að Braveheart var fyrsta handrit hans sem tekið var til framleiðslu eftir að það vakti forvitni Gibsons og hlaut handritshöfundurinn Wallace tilnefningu til Óskarsverðlauna. Í myndinni er sagt frá frelsisbaráttunni og auk þess ástarsambandi Wallace og æskuvinkonu hans, Murron MacClannough. Líkt og áður hefur komið fram leikstýrði Gibson myndinni auk þess sem hann lék aðalhlutverkið og framleiddi hana. Gibson hafði þá leikið í þremur Leathal Weapon-myndum, sem allar höfðu gengið vel, og einnig þremur Mad Max-myndum. Þrátt fyrir velgengni hans átti framleiðslufyrirtæki Gibsons, Icon Production, í erfiðleikum með að safna nægilegum fjármunum til framleiðslu myndarinnar. Warner Bros var tilbúið til þess að styrkja verkefnið með því skilyrði að Paramount Pictures samþykkti að dreifa Braveheart í Bandaríkjunum og Kanada og 20th Century Fox fór í samstarf um alþjóðleg réttindi. Önnur aðalhlutverk voru í höndum Sophie Marceau, Patricks McGoohan og Catherine McCormack.Hér má sjá eitt eftirminnilegt atriði úr Braveheart:
Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira