Efnt verður til hátíðardagskrár á Arnarhóli á sunnudaginn í tilefni af því að þrjátíu og fimm ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.
Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóli Íslands í samvinnu við ýmsa aðila sem beita sér fyrir málefnum sem Vigdísi eru hugleikin.
Fjöldi listamanna kemur fram, en dagskránni er ætlað að höfða til alls almennings, ekki síst ungs fólks.
