Tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júlí 2015 10:00 Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sýpur hér á kaffi á milli takna glaður í bragði Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík eftir Sólveigu Anspach. Myndin heitir L‘effet Aquatique og er íslensk/frönsk framleiðsla. Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi. Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar. Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.Sólveig Anspach leikstýrir myndinni. Þá leikstýrði hún einnig myndinni, Lulu Femme Nue, en sú mynd sýndi mestan hagnað árið 2013 í Frakklandi.VísirLeikstjóri myndarinnar er, eins og fyrr segir, Sólveig Anspach en hún hefur leikstýrt fjölda mynda, líkt og íslensku myndunum Stormviðri og Skrapp út. Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.Hér sjáum við hluta af þeim búnaði sem notaður var í upptökunum.Hér er hluti hópsins að gera klárt fyrir upptökur en þær fóru fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík eftir Sólveigu Anspach. Myndin heitir L‘effet Aquatique og er íslensk/frönsk framleiðsla. Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi. Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar. Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.Sólveig Anspach leikstýrir myndinni. Þá leikstýrði hún einnig myndinni, Lulu Femme Nue, en sú mynd sýndi mestan hagnað árið 2013 í Frakklandi.VísirLeikstjóri myndarinnar er, eins og fyrr segir, Sólveig Anspach en hún hefur leikstýrt fjölda mynda, líkt og íslensku myndunum Stormviðri og Skrapp út. Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.Hér sjáum við hluta af þeim búnaði sem notaður var í upptökunum.Hér er hluti hópsins að gera klárt fyrir upptökur en þær fóru fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira