Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Ekki verður ókeypis að stíga út úr bílnum á Þingvöllum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur á fólksbíl, 750 krónur á jeppa og hópferðabíla fyrir 8 farþega, 1.500 krónur fyrir 9 til 14 manna bíla og loks 3.000 krónur fyrir 15 farþega eða fleiri. Gjaldið, sem veitir heimild til að leggja í einn sólarhring, verður innheimt á þremur stöðum; á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár og á gamla Valhallarreitnum.„Við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur.„Við höfum viljað fara rólega af stað en höfum líka horft á svæðið við Flosagjá, sem sagt við Peningagjána. Margir leggja þar en við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur. Óljóst er hvenær gjaldtakan hefst. Ólafur segir gjaldmæla hafa verið pantaða en að það taki minnst fjórar til sex vikur að fá þá afhenta og síðan eigi eftir að setja þá upp. Um 50 milljónir króna eru sagðar fara í rekstur og viðhald bílastæða á Þingvöllum á ári. Vonast er til að nýja gjaldið skili 40 til 50 milljónum. Hægt er að leggja á ýmsum öðrum stöðum í þjóðgarðinum en á áðurnefndum stæðum, til dæmis á útskotum og vegaröxlum þar sem ekki verður innheimt gjald. Að sögn þjóðgarðsvarðar hefur málið verið lengi í undirbúningi bæði af tæknilegum ástæðum og vegna samráðs sem menn vilja hafa um gjaldtökuaðferðina. Annað fyrirkomulag verður á innheimtu gjalds fyrir rútur en einkabíla. „Þar verðum við með mann sem tekur við gjaldinu en við eigum eftir að útfæra það í smáatriðum. Við ætlum að ræða við ferðaþjónustuaðila hvernig er hentugast að gera þetta,“ segir Ólafur.Gjaldtökustæðin Aðspurður hvort fjölga eigi bílastæðum eða stækka svarar þjóðgarðsvörður að það sé þvert á móti ætlunin að draga úr bílaumferð og stæðum sem næst þinghelginni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst ekki hafa heyrt af hinu nýja gjaldi fyrr. Ekki sé óeðlilegt að innheimt sé gjald fyrir virðisaukandi þjónustu endurspegli gjaldið þjónustuna sem er veitt. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé unnið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna og með þeim fyrirvara sem greinin þarf til þess að geta lagað sig að breyttu umhverfi. Varðandi gjaldið á Þingvöllum þá hefur það samtal við okkur ekki farið fram,“ segir Helga Árnadóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
„Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur á fólksbíl, 750 krónur á jeppa og hópferðabíla fyrir 8 farþega, 1.500 krónur fyrir 9 til 14 manna bíla og loks 3.000 krónur fyrir 15 farþega eða fleiri. Gjaldið, sem veitir heimild til að leggja í einn sólarhring, verður innheimt á þremur stöðum; á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár og á gamla Valhallarreitnum.„Við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur.„Við höfum viljað fara rólega af stað en höfum líka horft á svæðið við Flosagjá, sem sagt við Peningagjána. Margir leggja þar en við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur. Óljóst er hvenær gjaldtakan hefst. Ólafur segir gjaldmæla hafa verið pantaða en að það taki minnst fjórar til sex vikur að fá þá afhenta og síðan eigi eftir að setja þá upp. Um 50 milljónir króna eru sagðar fara í rekstur og viðhald bílastæða á Þingvöllum á ári. Vonast er til að nýja gjaldið skili 40 til 50 milljónum. Hægt er að leggja á ýmsum öðrum stöðum í þjóðgarðinum en á áðurnefndum stæðum, til dæmis á útskotum og vegaröxlum þar sem ekki verður innheimt gjald. Að sögn þjóðgarðsvarðar hefur málið verið lengi í undirbúningi bæði af tæknilegum ástæðum og vegna samráðs sem menn vilja hafa um gjaldtökuaðferðina. Annað fyrirkomulag verður á innheimtu gjalds fyrir rútur en einkabíla. „Þar verðum við með mann sem tekur við gjaldinu en við eigum eftir að útfæra það í smáatriðum. Við ætlum að ræða við ferðaþjónustuaðila hvernig er hentugast að gera þetta,“ segir Ólafur.Gjaldtökustæðin Aðspurður hvort fjölga eigi bílastæðum eða stækka svarar þjóðgarðsvörður að það sé þvert á móti ætlunin að draga úr bílaumferð og stæðum sem næst þinghelginni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst ekki hafa heyrt af hinu nýja gjaldi fyrr. Ekki sé óeðlilegt að innheimt sé gjald fyrir virðisaukandi þjónustu endurspegli gjaldið þjónustuna sem er veitt. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé unnið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna og með þeim fyrirvara sem greinin þarf til þess að geta lagað sig að breyttu umhverfi. Varðandi gjaldið á Þingvöllum þá hefur það samtal við okkur ekki farið fram,“ segir Helga Árnadóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent