Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Ekki verður ókeypis að stíga út úr bílnum á Þingvöllum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur á fólksbíl, 750 krónur á jeppa og hópferðabíla fyrir 8 farþega, 1.500 krónur fyrir 9 til 14 manna bíla og loks 3.000 krónur fyrir 15 farþega eða fleiri. Gjaldið, sem veitir heimild til að leggja í einn sólarhring, verður innheimt á þremur stöðum; á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár og á gamla Valhallarreitnum.„Við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur.„Við höfum viljað fara rólega af stað en höfum líka horft á svæðið við Flosagjá, sem sagt við Peningagjána. Margir leggja þar en við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur. Óljóst er hvenær gjaldtakan hefst. Ólafur segir gjaldmæla hafa verið pantaða en að það taki minnst fjórar til sex vikur að fá þá afhenta og síðan eigi eftir að setja þá upp. Um 50 milljónir króna eru sagðar fara í rekstur og viðhald bílastæða á Þingvöllum á ári. Vonast er til að nýja gjaldið skili 40 til 50 milljónum. Hægt er að leggja á ýmsum öðrum stöðum í þjóðgarðinum en á áðurnefndum stæðum, til dæmis á útskotum og vegaröxlum þar sem ekki verður innheimt gjald. Að sögn þjóðgarðsvarðar hefur málið verið lengi í undirbúningi bæði af tæknilegum ástæðum og vegna samráðs sem menn vilja hafa um gjaldtökuaðferðina. Annað fyrirkomulag verður á innheimtu gjalds fyrir rútur en einkabíla. „Þar verðum við með mann sem tekur við gjaldinu en við eigum eftir að útfæra það í smáatriðum. Við ætlum að ræða við ferðaþjónustuaðila hvernig er hentugast að gera þetta,“ segir Ólafur.Gjaldtökustæðin Aðspurður hvort fjölga eigi bílastæðum eða stækka svarar þjóðgarðsvörður að það sé þvert á móti ætlunin að draga úr bílaumferð og stæðum sem næst þinghelginni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst ekki hafa heyrt af hinu nýja gjaldi fyrr. Ekki sé óeðlilegt að innheimt sé gjald fyrir virðisaukandi þjónustu endurspegli gjaldið þjónustuna sem er veitt. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé unnið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna og með þeim fyrirvara sem greinin þarf til þess að geta lagað sig að breyttu umhverfi. Varðandi gjaldið á Þingvöllum þá hefur það samtal við okkur ekki farið fram,“ segir Helga Árnadóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
„Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur á fólksbíl, 750 krónur á jeppa og hópferðabíla fyrir 8 farþega, 1.500 krónur fyrir 9 til 14 manna bíla og loks 3.000 krónur fyrir 15 farþega eða fleiri. Gjaldið, sem veitir heimild til að leggja í einn sólarhring, verður innheimt á þremur stöðum; á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár og á gamla Valhallarreitnum.„Við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur.„Við höfum viljað fara rólega af stað en höfum líka horft á svæðið við Flosagjá, sem sagt við Peningagjána. Margir leggja þar en við viljum sjá hverju fram vindur,“ segir Ólafur. Óljóst er hvenær gjaldtakan hefst. Ólafur segir gjaldmæla hafa verið pantaða en að það taki minnst fjórar til sex vikur að fá þá afhenta og síðan eigi eftir að setja þá upp. Um 50 milljónir króna eru sagðar fara í rekstur og viðhald bílastæða á Þingvöllum á ári. Vonast er til að nýja gjaldið skili 40 til 50 milljónum. Hægt er að leggja á ýmsum öðrum stöðum í þjóðgarðinum en á áðurnefndum stæðum, til dæmis á útskotum og vegaröxlum þar sem ekki verður innheimt gjald. Að sögn þjóðgarðsvarðar hefur málið verið lengi í undirbúningi bæði af tæknilegum ástæðum og vegna samráðs sem menn vilja hafa um gjaldtökuaðferðina. Annað fyrirkomulag verður á innheimtu gjalds fyrir rútur en einkabíla. „Þar verðum við með mann sem tekur við gjaldinu en við eigum eftir að útfæra það í smáatriðum. Við ætlum að ræða við ferðaþjónustuaðila hvernig er hentugast að gera þetta,“ segir Ólafur.Gjaldtökustæðin Aðspurður hvort fjölga eigi bílastæðum eða stækka svarar þjóðgarðsvörður að það sé þvert á móti ætlunin að draga úr bílaumferð og stæðum sem næst þinghelginni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst ekki hafa heyrt af hinu nýja gjaldi fyrr. Ekki sé óeðlilegt að innheimt sé gjald fyrir virðisaukandi þjónustu endurspegli gjaldið þjónustuna sem er veitt. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé unnið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuna og með þeim fyrirvara sem greinin þarf til þess að geta lagað sig að breyttu umhverfi. Varðandi gjaldið á Þingvöllum þá hefur það samtal við okkur ekki farið fram,“ segir Helga Árnadóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira