Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Snærós Sindradóttir skrifar 18. júlí 2015 07:00 Varða sem Vana Ilieva frá Búlgaríu hlóð með foreldrum sínum 14. júní 2013 er ekki lengur á svæðinu. Henni var ekið burt með öðru grjóti á fimmtudag. vísir/vilhelm „Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira