Pökkuðu húsi inn í vetrarmyrkur Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2015 09:30 Búið er að setja svartar drapperingar fyrir hluta hússins til að fá fram alvöru vetrarmyrkur inni í húsinu. Leikarinn Þröstur Leó hefur búið í húsinu ásamt fjölskyldu sinni undanfarin ári. vísir/stefán Tökur eru hafnar á nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar sem heitir Fyrir framan annað fólk. Myndin er jafnframt fyrsta íslenska kvikmyndin sem Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. „Myndin spannar heilt ár, við byrjuðum tökur í mars og skutum þá nokkra vetrartökudaga og svo tókum við nokkra tökudaga í vor. Nú eru samt aðaltökudagarnir, það er sumarblær yfir myndinni. Við munum svo skjóta aftur í október,“ segir Óskar, leikstjóri myndarinnar. Hann er jafnframt höfundur hennar ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni leikskáldi. Tökurnar fara að mestu leyti fram í Reykjavík og fær borgin að njóta sín. Þá hafa aðstandendur myndarinnar lagt undir sig hús eitt í Vesturbænum og klætt það í svart. „Um þessar mundir höfum við pakkað einu húsi inn í svarta „drapperingu“ til að fá vetrarmyrkur og nótt. Þessa dagana vinnum við alla daga í myrkrinu, það er pínu spes,“ segir Óskar léttur í lundu. Óskar Jónasson leikstjóri og höfundur einbeittur á tökustað.Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hefur búið í húsinu umrædda undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Hann býr þar þó ekki um þessar mundir þannig að kvikmyndatakan truflar ekki íbúa hússins of mikið. „Það býr fólk á neðri hæðinni og við vinnum á efri. Við ætluðum að smíða þessa íbúð í stúdíói en svo fundum við allt í einu hús sem leit út að utan eins og við vildum hafa það. Þegar við bönkuðum upp á til að biðja um leyfi fyrir því að nota það kom í ljós að við vildum nota íbúðina á efri hæðinni líka. Hún var tóm en með búslóð, þannig að við vorum heppin, því það er heljarinnar handleggur að byggja svona leikmyndir,“ útskýrir Óskar. Kvikmyndin er rómantísk kómedía sem fjallar um feiminn náunga sem reynir að sjarmera konu. „Hún fjallar um Húbert, grafískan auglýsingateiknara sem er pínulítið félagsfælinn, og hann lendir í því í að verða yfir sig ástfanginn af stúlku, í fyrsta sinn. Hann áttar sig á því að hann kann ekkert í þeim fræðum að nálgast hitt kynið. Yfirmaður hans er hins vegar kvennabósi og reynir Húbert að herma eftir honum og það virkar og þau fara að deita. Húbert er svo himinlifandi með að hafa fattað sinn nýja hæfileika, að herma eftir fólki, að hann fer að færa sig upp á skaftið í eftirhermunum og fer að kryfja þennan hæfileika,“ segir Óskar um myndina.Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir.Hann hefur að undanförnu lítið unnið að myndum sem þessum. „Þetta er annað andrúmsloft en í öðru sem ég hef verið að gera, eins og Pressu, Svörtum englum og Reykjavík Rotterdam til dæmis. Það var komin mikil þrá hjá mér til að fjalla um fólk sem er manni næst. Það kveikir í manni að fá að kljást við þetta, þessar daglegu litlu uppákomur, það sem maður þekkir. Maður skynjar svo mikið hvað fólki gengur til. Það er ekki eins og dramatíkin sé bara á Litla-Hrauni eða á lögreglustöðinni, hún getur líka verið innan veggja heimilisins.“ Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth framleiða myndina en fyrirtækið hefur undanfarin ár mikið unnið í erlendum verkefnum. „Það er frábært að vinna með þeim. Flest þessi stóru erlendu verkefni hafa farið í gegnum þá. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Óskar spurður út í samstarfið. Hann gerir ráð fyrir að tökum á myndinni ljúki í október og að hún verði frumsýnd í febrúar. Hér má sjá nokkrar myndir af tökustað. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur eru hafnar á nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar sem heitir Fyrir framan annað fólk. Myndin er jafnframt fyrsta íslenska kvikmyndin sem Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. „Myndin spannar heilt ár, við byrjuðum tökur í mars og skutum þá nokkra vetrartökudaga og svo tókum við nokkra tökudaga í vor. Nú eru samt aðaltökudagarnir, það er sumarblær yfir myndinni. Við munum svo skjóta aftur í október,“ segir Óskar, leikstjóri myndarinnar. Hann er jafnframt höfundur hennar ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni leikskáldi. Tökurnar fara að mestu leyti fram í Reykjavík og fær borgin að njóta sín. Þá hafa aðstandendur myndarinnar lagt undir sig hús eitt í Vesturbænum og klætt það í svart. „Um þessar mundir höfum við pakkað einu húsi inn í svarta „drapperingu“ til að fá vetrarmyrkur og nótt. Þessa dagana vinnum við alla daga í myrkrinu, það er pínu spes,“ segir Óskar léttur í lundu. Óskar Jónasson leikstjóri og höfundur einbeittur á tökustað.Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hefur búið í húsinu umrædda undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Hann býr þar þó ekki um þessar mundir þannig að kvikmyndatakan truflar ekki íbúa hússins of mikið. „Það býr fólk á neðri hæðinni og við vinnum á efri. Við ætluðum að smíða þessa íbúð í stúdíói en svo fundum við allt í einu hús sem leit út að utan eins og við vildum hafa það. Þegar við bönkuðum upp á til að biðja um leyfi fyrir því að nota það kom í ljós að við vildum nota íbúðina á efri hæðinni líka. Hún var tóm en með búslóð, þannig að við vorum heppin, því það er heljarinnar handleggur að byggja svona leikmyndir,“ útskýrir Óskar. Kvikmyndin er rómantísk kómedía sem fjallar um feiminn náunga sem reynir að sjarmera konu. „Hún fjallar um Húbert, grafískan auglýsingateiknara sem er pínulítið félagsfælinn, og hann lendir í því í að verða yfir sig ástfanginn af stúlku, í fyrsta sinn. Hann áttar sig á því að hann kann ekkert í þeim fræðum að nálgast hitt kynið. Yfirmaður hans er hins vegar kvennabósi og reynir Húbert að herma eftir honum og það virkar og þau fara að deita. Húbert er svo himinlifandi með að hafa fattað sinn nýja hæfileika, að herma eftir fólki, að hann fer að færa sig upp á skaftið í eftirhermunum og fer að kryfja þennan hæfileika,“ segir Óskar um myndina.Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir.Hann hefur að undanförnu lítið unnið að myndum sem þessum. „Þetta er annað andrúmsloft en í öðru sem ég hef verið að gera, eins og Pressu, Svörtum englum og Reykjavík Rotterdam til dæmis. Það var komin mikil þrá hjá mér til að fjalla um fólk sem er manni næst. Það kveikir í manni að fá að kljást við þetta, þessar daglegu litlu uppákomur, það sem maður þekkir. Maður skynjar svo mikið hvað fólki gengur til. Það er ekki eins og dramatíkin sé bara á Litla-Hrauni eða á lögreglustöðinni, hún getur líka verið innan veggja heimilisins.“ Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth framleiða myndina en fyrirtækið hefur undanfarin ár mikið unnið í erlendum verkefnum. „Það er frábært að vinna með þeim. Flest þessi stóru erlendu verkefni hafa farið í gegnum þá. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Óskar spurður út í samstarfið. Hann gerir ráð fyrir að tökum á myndinni ljúki í október og að hún verði frumsýnd í febrúar. Hér má sjá nokkrar myndir af tökustað.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira