Breyttu Frakkastíg í hryllingsstíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júlí 2015 07:30 Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, ásamt Gunnari Kristinssyni, einum aðalleikaranna. Vísir/AndriMarinó Þessa dagana fara fram tökur á nýrri íslensk/enskri hryllingsmynd sem ber nafnið Mara. Höfundar myndarinnar eru þeir Elvar Gunnarsson og Ingimar Sveinsson en sá síðarnefndi kom einnig að gerð kvikmyndarinnar Albatross. „Við erum að taka upp úti um allt, aðallega í Haukadalnum á Vesturlandi. Við skjótum líka á Vestfjörðum og svo hérna í Reykjavík,“ segir Elvar, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Í gær fóru tökur fram í miðbænum og var búið að breyta Frakkastíg í hálfgerðan hryllingsstíg. Hún gerist einnig í Bandaríkjunum að hluta og fer tökuliðið til Nashville í september þar sem tökur á myndinni verða kláraðar. Spurður út í söguþráðinn segir Elvar að myndin muni fá hárin til að rísa. „Hún fjallar um evrópskt par sem býr í Bandaríkjunum og það ákveður svo að flytja til Íslands en annað þeirra er frá Íslandi. Þau koma til Íslands í von um betra líf og kaupa gistiheimili. Það kemur svo í ljós að það er eitthvað undarlegt í gangi þar og það verður hasar í húsinu,“ útskýrir Elvar. Myndin er önnur myndin sem hann gerir í fullri lengd en hann hefur að mestu komið að leikstjórn tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Aðalhlutverkin leika þau Vivian Didriksen Ólafsdóttir og Gunnar Kristinsson. Framleiðslufyrirtækið 23 Frames framleiðir myndina og er hún fjármögnuð af erlendum sem og innlendum fjárfestum. „Þessi mynd er ekki gerð með íslenska styrkjakerfinu heldur fjármögnuð af fjárfestum og þetta hefur allt saman gengið mjög vel.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þessa dagana fara fram tökur á nýrri íslensk/enskri hryllingsmynd sem ber nafnið Mara. Höfundar myndarinnar eru þeir Elvar Gunnarsson og Ingimar Sveinsson en sá síðarnefndi kom einnig að gerð kvikmyndarinnar Albatross. „Við erum að taka upp úti um allt, aðallega í Haukadalnum á Vesturlandi. Við skjótum líka á Vestfjörðum og svo hérna í Reykjavík,“ segir Elvar, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Í gær fóru tökur fram í miðbænum og var búið að breyta Frakkastíg í hálfgerðan hryllingsstíg. Hún gerist einnig í Bandaríkjunum að hluta og fer tökuliðið til Nashville í september þar sem tökur á myndinni verða kláraðar. Spurður út í söguþráðinn segir Elvar að myndin muni fá hárin til að rísa. „Hún fjallar um evrópskt par sem býr í Bandaríkjunum og það ákveður svo að flytja til Íslands en annað þeirra er frá Íslandi. Þau koma til Íslands í von um betra líf og kaupa gistiheimili. Það kemur svo í ljós að það er eitthvað undarlegt í gangi þar og það verður hasar í húsinu,“ útskýrir Elvar. Myndin er önnur myndin sem hann gerir í fullri lengd en hann hefur að mestu komið að leikstjórn tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Aðalhlutverkin leika þau Vivian Didriksen Ólafsdóttir og Gunnar Kristinsson. Framleiðslufyrirtækið 23 Frames framleiðir myndina og er hún fjármögnuð af erlendum sem og innlendum fjárfestum. „Þessi mynd er ekki gerð með íslenska styrkjakerfinu heldur fjármögnuð af fjárfestum og þetta hefur allt saman gengið mjög vel.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira