The Breakfast Club fagnar þrítugsafmæli Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 10:00 Krakkarnir kynnast hvert öðru og sjálfum sér betur í eftirsetunni. Mynd/Getty Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsafmæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.Ólíkur hópur Unglingarnir í myndinni eru hver úr sínum hópnum innan skólans.Mynd/GettyThe Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t you en það gerir gæfumuninn í að ljúka myndinni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Judd Nelson er ekki dáinn Fórnarlamb óprúttinna aðila á internetinu. 27. október 2014 21:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsafmæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.Ólíkur hópur Unglingarnir í myndinni eru hver úr sínum hópnum innan skólans.Mynd/GettyThe Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t you en það gerir gæfumuninn í að ljúka myndinni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Judd Nelson er ekki dáinn Fórnarlamb óprúttinna aðila á internetinu. 27. október 2014 21:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira