Málaskráin er mál út af fyrir sig Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Fyrir kemur að manni þyki hlutir breytast hægt í stjórnsýslu hér á landi. Kannski er það í mannseðlinu að tregðast við þegar kemur að breytingum. Auðvitað eru ekki allar breytingar til góðs og vissara að fara sér hægt í einhverjum málum, en ekki á að standa í vegi fyrir breytingum til batnaðar. Eitt slíkra úrbótamála sem virðist hafa velkst áfram árum saman er hvernig staðið er að málum í tengslum við málaskrá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær er greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi nýverið ógilt ákvörðun ríkislögreglustjóra um að veita, á grundvelli upplýsinga í málaskrá lögreglu, ungum manni neikvæða umsögn í tengslum við umsókn hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Var með því úti um flugmannsdraum mannsins. Vert er að halda því til haga að ungi maðurinn er með hreint sakavottorð, þótt hann hafi á einhverjum tíma átt vafasama vini og því komið við sögu lögreglu sem vitni og við skýrslugjöf. Það getur nefnilega hver sem er ratað inn á þessa málaskrá lögreglunnar, svo sem við að tilkynna um slys, eða með því að hafa verið í húsakynnum þar sem lögregla hefur haft afskipti af öðrum, svo sem vegna fíkniefnaneyslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slegið er á hendur þeirra sem farið hafa með upplýsingar úr þessari málaskrá. Vorið 2005 komst Persónuvernd til dæmis að því að Tollstjóranum í Reykjavík hafi verið óheimilt að afla upplýsinga úr málaskrá lögreglunnar um konu sem sótt hafði um starf þjónustufulltrúa á lögfræðideild innheimtusviðs embættisins. Hér á málum að vera svo fyrir komið að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Og þó að lögregla hafi skráð upplýsingar í málaskrá lögreglu, líkt og gert er „í löggæslutilgangi, til nota við rannsókn mála og uppljóstran brota“ eins og Persónuvernd orðaði það 2005, þá verður að teljast í hæsta máta vafasamt að grípa til þeirra upplýsinga síðar (í takmörkuðu samhengi) til að meta hæfi fólks til starfa á einhverjum vettvangi. Taka má undir orð Katrínar Oddsdóttur, lögmanns unga mannsins sem vísað er til hér að ofan, í blaðinu í gær um að notkun á málaskrá lögreglu sé oft og tíðum vafasöm. „Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur.“ Gagnasöfnunin er enda verulaga umfangsmikil. Í fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, til Ólafar Nordal innanríkisráðherra í mars síðastliðnum um málið komu fram tölur úr svari Ögmundar Jónassonar, þá innanríkisráðherra, til hennar árið 2012. Þá voru 325.003 einstaklingar (19.754 látnir) og 19.621 fyrirtæki í málaskránni. Hún segist í blaðinu í gær ítrekað hafa rætt málið á Alþingi. „En svo gerist ekki neitt,“ sagði hún. Þögn innanríkisráðherra um málið nú veldur ákveðnum vonbrigðum. Ef marka má skoðanakannanir verður Birgitta þó innan tíðar í aðstöðu til að ráða einhverju um framhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Maður sem var að læra til flugs og flugstjórnar fékk neikvæða umsögn þegar hann sótti um aðgang að flugverndarsvæði vegna upplýsinga um hann í málaskrá lögreglu. Var með hreint sakavottorð. 11. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Fyrir kemur að manni þyki hlutir breytast hægt í stjórnsýslu hér á landi. Kannski er það í mannseðlinu að tregðast við þegar kemur að breytingum. Auðvitað eru ekki allar breytingar til góðs og vissara að fara sér hægt í einhverjum málum, en ekki á að standa í vegi fyrir breytingum til batnaðar. Eitt slíkra úrbótamála sem virðist hafa velkst áfram árum saman er hvernig staðið er að málum í tengslum við málaskrá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær er greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi nýverið ógilt ákvörðun ríkislögreglustjóra um að veita, á grundvelli upplýsinga í málaskrá lögreglu, ungum manni neikvæða umsögn í tengslum við umsókn hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Var með því úti um flugmannsdraum mannsins. Vert er að halda því til haga að ungi maðurinn er með hreint sakavottorð, þótt hann hafi á einhverjum tíma átt vafasama vini og því komið við sögu lögreglu sem vitni og við skýrslugjöf. Það getur nefnilega hver sem er ratað inn á þessa málaskrá lögreglunnar, svo sem við að tilkynna um slys, eða með því að hafa verið í húsakynnum þar sem lögregla hefur haft afskipti af öðrum, svo sem vegna fíkniefnaneyslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slegið er á hendur þeirra sem farið hafa með upplýsingar úr þessari málaskrá. Vorið 2005 komst Persónuvernd til dæmis að því að Tollstjóranum í Reykjavík hafi verið óheimilt að afla upplýsinga úr málaskrá lögreglunnar um konu sem sótt hafði um starf þjónustufulltrúa á lögfræðideild innheimtusviðs embættisins. Hér á málum að vera svo fyrir komið að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Og þó að lögregla hafi skráð upplýsingar í málaskrá lögreglu, líkt og gert er „í löggæslutilgangi, til nota við rannsókn mála og uppljóstran brota“ eins og Persónuvernd orðaði það 2005, þá verður að teljast í hæsta máta vafasamt að grípa til þeirra upplýsinga síðar (í takmörkuðu samhengi) til að meta hæfi fólks til starfa á einhverjum vettvangi. Taka má undir orð Katrínar Oddsdóttur, lögmanns unga mannsins sem vísað er til hér að ofan, í blaðinu í gær um að notkun á málaskrá lögreglu sé oft og tíðum vafasöm. „Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur.“ Gagnasöfnunin er enda verulaga umfangsmikil. Í fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, til Ólafar Nordal innanríkisráðherra í mars síðastliðnum um málið komu fram tölur úr svari Ögmundar Jónassonar, þá innanríkisráðherra, til hennar árið 2012. Þá voru 325.003 einstaklingar (19.754 látnir) og 19.621 fyrirtæki í málaskránni. Hún segist í blaðinu í gær ítrekað hafa rætt málið á Alþingi. „En svo gerist ekki neitt,“ sagði hún. Þögn innanríkisráðherra um málið nú veldur ákveðnum vonbrigðum. Ef marka má skoðanakannanir verður Birgitta þó innan tíðar í aðstöðu til að ráða einhverju um framhaldið.
Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Maður sem var að læra til flugs og flugstjórnar fékk neikvæða umsögn þegar hann sótti um aðgang að flugverndarsvæði vegna upplýsinga um hann í málaskrá lögreglu. Var með hreint sakavottorð. 11. ágúst 2015 07:00
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun