Hvíta-Rússland og Króatíu voru í eldlínunni í dag að spila æfingarleiki, en þessi lið eru í riðli með Íslandi á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Ísland leikur fyrsta leik sinn næsta föstudag gegn Noregi.
Hvíta-Rússland gerði jafntefli gegn Hollandi, 34-34, en Holland er ekki á leiðinni á EM. Það gekk hins vegar ekkert hjá Króatíu sem fékk skell gegn Slóvenum, 32-17.
Ísland mætir Noregi á föstudeginum, Hvíta-Rússlandi á sunnudeginum og Króatíu á þriðjudeginum, en þrjú efstu lið riðilsins fara svo áfram í milliriðla.
Þeir verða spilaðir frá 22. janúar til 27. janúar, en svo taka við undanúrslit og svo úrslit.
Slóvenar burstuðu Króata
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn