Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 15:45 Pekeler kemur hér inn af línunni í leiknum í dag. Vísir/getty Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira