Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 15:45 Pekeler kemur hér inn af línunni í leiknum í dag. Vísir/getty Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira