Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka á ný í Bandaríkjunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað í dag eftir hrun í gær.
Vísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað í dag eftir hrun í gær. Vísir/Getty
Gengi bandarískra hlutabréfa hefur hækkað í dag eftir stormasama viku þar sem kauphallir Kína lokuðu tvisvar. Ástæða þess er meðal annars betri viðskiptadagur í Kína og Evrópu og nýjar tölur um fjölda nýrra starfa í Bandaríkjunum.

Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 0,44 prósent og S&P 500 um 0,29 prósent. 

Í desember voru 292 þúsund ný störf sköpuð í Bandaríkjunum og atvinnleysi hélst 5 prósent. Sérfræðingar hjá Wall Street Journal höfðu einungis spáð 210 þúsund nýjum störfum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×