ekkirusl.is Sóley Tómasdóttir skrifar 8. janúar 2016 11:00 Yfirstandandi breytingar á sorphirðu í Reykjavík eru til þess gerðar að auðvelda borgarbúum að flokka sorp, auka endurnotkun og endurvinnslu og draga úr myndun úrgangs. Markmiðið er minni neysla, minni sóun og umhverfisvænni borg. Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal. Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast. Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest. Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun. Framtíðin Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári. Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust. Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða. Um val og skyldur Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir. Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Yfirstandandi breytingar á sorphirðu í Reykjavík eru til þess gerðar að auðvelda borgarbúum að flokka sorp, auka endurnotkun og endurvinnslu og draga úr myndun úrgangs. Markmiðið er minni neysla, minni sóun og umhverfisvænni borg. Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal. Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast. Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest. Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun. Framtíðin Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári. Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust. Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða. Um val og skyldur Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir. Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun