Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 21:48 "Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi lögreglumannsins. vísir/gva Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52