Viðskipti erlent

Hlutabréf falla í Evrópu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í kjölfar lokunar hlutabréfamarkaðar í Kína hefur gengi hlutabréfa í Evrópu fallið.
Í kjölfar lokunar hlutabréfamarkaðar í Kína hefur gengi hlutabréfa í Evrópu fallið. vísir/afp
Vísitala evrópskra hlutabréfa hefur fallið um tvö prósent í dag í kjölfari lokunar kauphalla í Kína í nótt. Kauphöllum í Kína var aftur lokað í nótt, annan daginn í þessari viku, eftir meira en sjö prósent lækkanir í upphafi dags. 

FTSE 100 vísitalan í Bretlandi féll í morgun í kjölfar frekari lækkunar á asískum hlutabréfamörkuðum. Vísitalan féll undir 6 þúsund stig í morgun.

Fyrsti viðskiptadagur ársins á hlutabréfamörkuðum fór illa af stað á mánudaginn. Í kjölfar lokunar í Bandaríkjunum hríðféllu evrópsk og bandarísk hlutabréf. Rólegra hefur verið á hlutabréfamörkuðum undanfarna daga.  


Tengdar fréttir

Kauphöllum í Kína lokað aftur

Kauphöllum í Kína var aftur lokað í nótt, annan daginn í þessari viku, eftir meira en sjö prósent lækkanir í upphafi dags.

Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.

Rólegri dagur í kauphöllum heimsins

Rólegra var á kínverskum hlutabréfamörkuðum í gær en í byrjun viku þegar gengi bréfa hríðféll svo að kauphöllunum í Sjanghæ var lokað. Hlutabréfin héldu áfram að falla í gær en um var að ræða mun minni lækkun. Sjanghæ-úrvalsvísitalan féll um 0,3 prósent og Hang Seng í Hong Kong féll um 0,7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×