Íslenska parið í Brasilíu með átta kíló af kókaíni Bjarki Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 09:30 Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs með kókaín í ferðatöskum sínum og smokkum. Vísir Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30