Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. janúar 2016 07:15 Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísir/AFP Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent