Björgunarsveitamenn undir miklu álagi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Fjáröflun björgunarsveitanna tekur mikinn tíma af sjálfboðaliðum og með stærri verkefnum sveitanna hefur álag á þá aukist mjög. Fréttablaðið/Vilhelm Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00