Golden State og San Antonio óstöðvandi á heimavelli | Curry meiddist á ný 3. janúar 2016 11:00 Draymond Green fór á kostum í leiknum í nótt með þrefalda tvennu. Vísir/getty Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum: NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum:
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira