Guðni um ákvörðun forseta: "Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 14:19 „Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15