Guðni um ákvörðun forseta: "Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 14:19 „Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta var glæsileg kveðjuræða hjá forsetanum. Hann er að taka rétta ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og er búinn að þjóna þessari þjóð vel og lengi. Ég skil þessa niðurstöðu mjög vel,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Guðni hefur um árabil verið einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og segist sjálfur alveg eins hafa átt von á þessari ákvörðun. Hann telur að Ólafs Ragnars verði í sögubókum minnst af virðingu og þakklæti. „Hann ávann sér mikið traust og hefur verið góður málsvari og breytt forsetaembættinu. Menn gera því miklar kröfur til næsta forseta eins og þeir hafa reyndar gert til allra forseta. Þær miðast þó dálítið við þau verk að vera þessi öryggisventill sem getur kallað þjóðina til og vera málsvari hennar í erfiðum málum á erlendum vettvangi, eins og hann var í Icesave-málinu og hryðjuverkalögunum. Ég held að það leiki góðir vindar um Ólaf Ragnar Grímsson og að hann muni njóta vaxandi virðingar. Ég spái því reyndar að hann sé alls ekki hættur að láta til sín taka – að hann muni vinna að hinum stóru verkefnum sem hann hefur verið að sinna, eins og norðurslóðum og fleiru,“ segir Guðni. Hann segist þó ekki hafa neinn sérstakan í huga þegar hann er spurður um hvern hann myndi vilja sjá taka við embættinu af Ólafi. „Þetta er algjörlega óráðið. Ég heyri engan sem enn hefur nefndur verið sem hefur náð neinni sveiflu. Þú þarf þjóðin að hugsa djúpt og þeir einstaklingar sem treysta sig í þetta verkefni. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Twitter um ákvörðun Ólafs Ragnars: „Let the samkvæmisleikir begin!“ Landsmenn hafa tíst og tjáð sig um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig ekki fram til forseta í sjötta sinn. 1. janúar 2016 13:43
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15