Lokað verður í Bláfjöllum í dag. „Veðrið hér er að versna jafnt og þétt og á að verða verst á milli 12-16. En hér hefur hlaðist niður snjó og erum við búnir að nota nóttina í að ýta úr girðingum og troða svæðið til að búa í haginn fyrir betri tíð. Við verðum að vona það besta og setjum inn nýjar upplýsingar í fyrramálið,“ segir á Facebook-síðu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli.

