Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2016 19:36 „Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. Vísir „Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt.“ Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar og skartar einvalaliði íslenskra leikara sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarnar fjórar vikur og vakið umtal, en skiptar skoðanir eru um þá.Sjá einnig: Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Jón Viðar fellur bersýnilega í hóp þeirra sem þykir ekki mikið til þáttanna koma en hann birtir í kvöld umsögn um nýjasta þáttinn. Hann segir saga þáttanna ekki ná sér, persónusköpun sé mjög fátækleg og samtöl líflaus. „Nú síðast sýndist þetta helst ætla að snúast í einhvers konar smábæjarkómedíu með Pálma Gestssyni fremstum í flokki sem einhvers konar samblandi af mafíósa og Bastían bæjarfógeta,“ skrifar Jón meðal annars um þáttinn. „Hjörturinn dulúðugi virðist laus allra mála eftir tilfinningaþrungna sáttastund með pabbanum, reiða og raunamædda, og Danirnir eru sennilega „bara“ sekir um þátttöku í mansali.“Sjá einnig: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður“ Gagnrýnandinn segir vini og félaga á Facebook hafa tjáð honum að þeim finnist hann ekki sýna þáttaröðinni nægt „umburðarlyndi“ í skrifum sínum um þáttinn. Hann segist þó frekar eiga skilið lof en last fyrir að hafa haldið svona lengi út. „Ég samgleðst vitaskuld öllum sem una sér vel við þetta skemmtiefni, en bið þá í fullri vinsemd um að sýna MÉR umburðarlyndi og skilning,“ skrifar hann. „Og minni að lokum á að útvarpsstjórinn glaðbeitti Magnús Geir Þórðarson hefur talað um þetta sem „stórvirki í íslensku menningarlífi.“ Svo ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt.“ Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar og skartar einvalaliði íslenskra leikara sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarnar fjórar vikur og vakið umtal, en skiptar skoðanir eru um þá.Sjá einnig: Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Jón Viðar fellur bersýnilega í hóp þeirra sem þykir ekki mikið til þáttanna koma en hann birtir í kvöld umsögn um nýjasta þáttinn. Hann segir saga þáttanna ekki ná sér, persónusköpun sé mjög fátækleg og samtöl líflaus. „Nú síðast sýndist þetta helst ætla að snúast í einhvers konar smábæjarkómedíu með Pálma Gestssyni fremstum í flokki sem einhvers konar samblandi af mafíósa og Bastían bæjarfógeta,“ skrifar Jón meðal annars um þáttinn. „Hjörturinn dulúðugi virðist laus allra mála eftir tilfinningaþrungna sáttastund með pabbanum, reiða og raunamædda, og Danirnir eru sennilega „bara“ sekir um þátttöku í mansali.“Sjá einnig: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður“ Gagnrýnandinn segir vini og félaga á Facebook hafa tjáð honum að þeim finnist hann ekki sýna þáttaröðinni nægt „umburðarlyndi“ í skrifum sínum um þáttinn. Hann segist þó frekar eiga skilið lof en last fyrir að hafa haldið svona lengi út. „Ég samgleðst vitaskuld öllum sem una sér vel við þetta skemmtiefni, en bið þá í fullri vinsemd um að sýna MÉR umburðarlyndi og skilning,“ skrifar hann. „Og minni að lokum á að útvarpsstjórinn glaðbeitti Magnús Geir Þórðarson hefur talað um þetta sem „stórvirki í íslensku menningarlífi.“ Svo ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50