Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2016 16:30 Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur sem fengið hafa hæli hér á landi koma til landsins á morgun. Sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur unnið að því að undirbúa komu þeirra, svo allt gangi sem best fyrir sig.Þórir Guðmundsson.Upphaflega stóð til að Sýrlendingarnir kæmu hingað fyrir áramót en komu þeirra seinkaði. Flóttafólkið hóf í desember námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar þar sem markmiðið var að undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem framundan eru og hvers þau mega vænta við búsetu í nýju landi. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi. „Staðan er sú að við erum að undirbúa okkur af fullu kappi,“ segir Þórir Guðmundsson deildarstjóri Rauða krossins. „Á vegum Rauða krossins eru fjölskyldur sem munu vera stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Þær hafa farið á námskeið og eru að setja sig í stellingar við að hjálpa þeim með aðlögun að íslensku samfélagi. Þá er sömuleiðis verið að undirbúa íbúðir þannig að þegar það kemur eftir langa og stranga ferð frá Líbanon þá gengur það beint inn í heimilislegar fullbúnar íbúðir.“ Hver flóttamannafjölskylda verður tengd við þrjár íslenskar fjölskyldur við komuna til landsins og er hugmyndin sú að mynda þannig félagslegt stuðningsnet í aðlögunarferlinu. Fólk á vegum innanríkisráðuneytisins fylgir fólkinu heim og fulltrúar Rauða krossins taka svo á móti þeim í Leifsstöð. „Það er greinilega mikill hugur í landsmönnum og þá sérstaklega í þeim sem gerðust sjálfboðaliðar Rauða krossins til að takast á við þetta mikla verkefni að taka á móti þeim sem stuðningsfjölskyldur,“ segir Þórir. Fjórar af fjölskyldunum sex munu setjast að á Akureyri og tvær í Kópavogi. Þrjár fjölskyldur til viðbótar sem höfðu lýsta áhuga á því að setjast að á Íslandi hættu við að koma. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi í samvinnu við íslensk stjórnvöld undirbúið kom hóps í stað þeirra sem komust ekki. Von er á þeim hópi innan fárra vikna og mun fólkið setjast að í Hafnarfirði og Kópavogi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtækið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun. 15. desember 2015 07:00
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45