Körfubolti

Golden State tapaði fyrir Detroit Pist­ons

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steph Curry var með 38 stig í gær.
Steph Curry var með 38 stig í gær. vísir/getty
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna óvænt tap Golden State Warriors gegn Detroit Pistons, 113-95, og tapaði liðið því sínum fjórða leik á tímabilinu.

Warriors hefur verið gjörsamlega óstöðvandi á tímabilinu og tapar liðið helst ekki leik. Nú hefur það aftur á móti tapað tveimur leikjum á stuttum tíma, svo það telst heldur betur til tíðinda. Stjörnuleikmaður liðsins Steph Curry gerði 38 stig í nótt en það dugði ekki til. Reggie Jackson og Kentavious Caldwell-Pope voru báði með tuttugu stig fyrir Pistons.

Þá tapaði Los Angeles Lakers enn einum leiknum þegar liðið mætti Utah Jazz. Leikurinn fór 109-82 og sáu leikmenn Lakers aldrei til sólar. Rudy Gobert skoraði 18 stig fyrir Utah en Louis Williams var með tuttugu fyrir L.A Lakers.

Boston Celtics rétt marði Washington Wizards, 119-117, í hörkuspennandi leik þar sem úrslitin réðust undir lokin.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

Memphis Grizzlies – New York Knicks 103-95

Utah Jazz – Los Angeles Lakers 109-82

Detroit Pistons – Golden State Warriors 113-95.

Philadelphia 76ers – Portland Trail Blazers 114-89

Los Angeles Clippers – Sacramento Kings 103-110

Charlotte Hornets – Milwaukee Bucks 92-105

Atlanta Hawks – Brooklyn Nets 114-86

Washington Wizards – Boston Celtics 117-119

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×