Vissi að ég myndi verja lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 16. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri með félögum sínum í gær. Vísir/Valli Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira