Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 10:45 Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. Vísir/Ernir Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um. Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um.
Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira