Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ingvar Haraldsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Þau sem fengu mest síðustu tíu ár. Upphæðirnar eru uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs. Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00